Á morgun, þriðjudaginn 24. október hefur verið boðað kvennaverkfall þar sem mælst er til þess að konur og kynsegin fólk þessa lands leggi niður launuð og ólaunuð störf allan daginn og mótmæli sérstaklega vanmati á störfum kvenna, kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og kvárum. Ljóst er að margir vinnustaðir loka þennan dag eða verða með mjög takmarkaða starfsemi. Víða í heilbrigðis- og velferðarþjónustu gengur það hins vegar ekki og þurfa einhverjir aðilar að vera við vinnu.

Heilsustofnun styður málstaðinn heilshugar og munum við ekki skerða kjör starfsfólks þennan dag. Hins vegar þurfum við að bera virðingu fyrir þörfum dvalargesta og gera allt sem við getum í þeirra þágu.

Ýmsir hóp- og einkatímar falla niður. Eftir sem áður geta gestir mætt og gert æfingar á eigin forsendum. Baðhús og sundlaugar verða opnar og einnig er frjálst aðgengi að tækjasal.

Við biðjum dvalargesti um að sýna skilning enda berum við mikla virðingu fyrir því mikilvæga, merkilega og ómissandi starfi sem konur leggja af mörkum hér á Heilsustofnun.

Útgáfuhóf var haldið fimmtudaginn 28. september í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík í tilefni af útgáfu ævisögu Jónasar Kristjánssonar læknis Að deyja frá betri heimi. Það var margt um manninn og m.a. las Pálmi Jónasson rithöfundur bókarinnar upp úr bókinni. Pálmi áritaði einnig eintök af bókinni og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur flutti tölu.

Þess má geta að bókin er komi í sölu hjá Bjarti Veröld 

Öldrunarendurhæfing á Heilsustofnun NLFÍ

Þekkt er að aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast og fer öldruðum fjölgandi og væntanlega mun þessi þróun halda áfram næstu árin og áratugi.
Þótt margir eldist á heilbrigðan hátt þá komumst við ekki hjá aldurstengdum breytingum sem hafa mismikil áhrif á heilsuna okkar. Einnig fjölgar þeim sem eldast ekki eins og best verður á kosið.

Opna Heilsumótið 18. júní á Gufudalsvelli í Hveragerði - Hjóna/parakeppni fyrir 20 ára og eldri.

Leikform: Betri bolti, punktar, betra punkta skorið á holu telur.

Skráning hafin á Golfbox

Verðlaun:

  1. Verðlaun: Heilsudvöl á Heilsustofnun fyrir tvo í fimm nætur
  2. Verðlaun: Heilsudvöl á Heilsustofnun fyrir tvo í tvær nætur
  3. Verðlaun: Heilsudvöl á Heilsustofnun fyrir tvo í tvær nætur

Laus er 100% staða íþróttakennara við Heilsustofnun í Hveragerði. Fjölbreytt og skemmtilegt starf á góðum vinnustað.

Hæfniskröfur:

  • Kennsluréttindi
  • Faglegur metnaður og frumkvæði
  • Góð þjónustulund og færni í samskiptum
  • Góð færni í íslensku