Heilsustofnun auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum og sjúkranuddurum til sumarafleysinga næstkomandi sumar.
Nánari upplýsingar veitir Aldís Eyjólfsdóttir starfsmannastjóri í síma 483 0304 eða í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Á dögunum færði Kristín Þorkelsdóttir myndlistarkona okkur þessa fallegu mynd sem ber heitið "“Á Fjallabaksleið - syðri Bláfjallakvísl”.
Myndin var hengd var upp í Hollvinastofu á Heilsustofnun og kemur hún vel út þar.
Ljósmyndin er eftir Hörð Daníelsson (www.gallery13.is) og er þakklætisvottur til okkar hér á Heilsustofnun fyrir góðar stundir og endurhæfingu á árunum 2013 og 2014 á heilsusetri HNLFÍ í Hveragerði með góðri kveðju frá Kristínu og Herði.
Við á Heilsustofnun færum þeim okkar bestu þakkir fyrir þessa glæsilegu mynd.

Á morgun hefst á Heilsustofnun stólajóga fyrir þá sem geta ekki tekið þátt í venjulegu jóga. Þetta er mjúkt og milt form af jóga sem stundað er sitjandi í stól eða standandi.
Margir geta ekki tekið þátt í hefðbundnum jógatímum vegna fötlunar, öldrunar eða ýmis konar andlegra eða líkamlegra veikinda. Oft er stólajóga valið fram yfir venjulegt jóga vegna erfiðleika við að fara niður á dýnu og upp aftur. 

Jákvæð, sanngjörn og virkjar sjúkraliða

Sjúkraliðafélag Íslands hefur valið Margréti Grímsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, „Fyrirmyndarstjórnanda ársins 2014.“ Viðurkenningin var afhent við sérstaka athöfn á stofnuninni. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands, flutti ávarp og sagði frá vali félagsins, en þessi viðurkenning var veitt í fyrsta sinn í fyrra. Hann sagði það skipta öllu máli fyrir sjúkraliða að hafa jákvæða stjórnendur.

Gjafabréf á Heilsustofnun er góður kostur fyrir þá sem vilja styðja við sína nánustu sem koma til dvalar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði til lengri eða skemmri tíma og hentar við öll tækifæri. Gjafabréf með upphæð að eigin vali og hægt að nýta sem innborgun fyrir dvöl í læknisfræðilega endurhæfingu, heilsudvöl, námskeið eða stakar meðferðir.