Sölvatínsla fyrir félagsmenn NLFR 11. september

Eydís Mary Jónsdóttir, land- og umhverfisfræðingur mun leiðbeina í ferðinni og, kenna áhugasömum að þekkja, tína og verka söl og annað fjörmeti. Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumaður, landsliðskokkur og lífskúnstner mun einnig fræða okkur um hvernig er hægt að nýta sjávarþang og fleira.
Þátttakendur þurfa að klæða sig eftir veðri, vera í vatnsheldum skóm, helst stígvélum, og hafa með sér poka til að safna í, til dæmis strigapoka. Gott að taka vatnsbrúsa með. Súpa og brauð í boði Heilsustofnunar í Hveragerði.