Evrópsku heilsulindasamtökin, ESPA, héldu málþing í síðustu viku um endurhæfingu sjúklinga sem hafa fengið COVID-19. Fulltrúum frá Þýskalandi, Frakklandi, Slóvakíu og Íslandi var boðið að taka þátt og var Heilsustofnun með fulltrúa á málþinginu.

Á málþinginu var lögð áhersla á að kynna hvernig náttúrulegar meðferðir, t.d. vatns- og leirmeðferðir, geti stutt við hefðbunda endurhæfingu gegn afleiðingum COVID-19 sjúkdómsins.

Fulltrúi Íslands, Margrét Grímsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun, flutti erindi um meðferð fyrir þá sem t.a.m. glíma við síþreytu og/eða hjartasjúkdóma. Hennar erindi hefst eftir 13:45 mín.

Hér er hlekkur með upplýsingum um málþingið

Hér er hlekkur á  málþingið