Nú líður að jólum og við vekjum athygli á því að sundlaugin verður lokuð fyrir almenning frá 18. desember til sunnudagsins 3. janúar 2016. Unnið er að lagfæringum í baðklefum og verða komin ný gólfefni á nýju ári!

Heilsustofnun lokar kl. 16:00 miðvikudaginn 23. desember og opnar aftur sunnudaginn 3. janúar 2016.

Starfsfólk óskar dvalargestum og velunnurum gleðilegra jóla og góðrar heilsu á nýju ári.

Laugardaginn 28. nóvember verður haldinn þögull dagur og gefst öllum sem hafa komið á gjörhyglinámskeið (4 vikna og 8 vikna námskeið) tækifæri til að taka þátt þennan dag.

Við byrjum klukkan 10.00 og endum kl 16.00. Dagurinn er þögull og  þögnin byrjar þegar við komum í hús og verður rofin undir lok dagskrárinnar þar sem tími gefst til að ræða upplifunina. Á meðan þögnin stendur yfir horfum við ekki hvort á annað og notum tímann til að vera ein með sjálfum okkur.
Bridget Ýr (Bee) mun leiða okkur í notalega stund og samveru í þögn allan tímann. Hreyfing - hugleiðsla, bæði sitjandi og liggjandi er hluti af dagskrá.

Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings undir heitinu „Þarmar með sjarma!“ á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, þingsal 1 þriðjudaginn 10. nóvember 2015 kl. 20:00

Reynt verður að svara eftirfarandi spurningum:

  • Eru þarmar með sjarma?
  • Er fæði frummannsins betra fyrir þarmana?
  • Eru þarmar matvandir?
  • Byrjar og endar heilsa okkar í þörmunum?
  • Eru tengsl milli þarma og ADHD?
  • Hefur sykurneysla áhrif á þarma?

Það eru mörg námskeið opin öllum í boði á Heilsustofnun. Má þar nefna lífsstílsnámskeiðið "Komdu með", námskeið í samkennd, námskeið í gjörhygli og námskeið til að vinna úr sorg og ástvinamissi.

Einnig nálgast jólin og viku heilsudvöl á Heilsustofnun er frábær leið til kúpla sig frá jólastressinu og hlaða batteríin.
Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráning hér

Heilsustofnun NLFÍ er þátttakandi í samevrópsku verkefni sem styrkt er af Evrópusambandinu og ber heitið ”Gesundheitsbildung durch Prävention” sem mundi útleggjast á íslensku; Heilsuefling með forvörnum. 
Þetta er samstarfsverkefni  þriggja heilsustofnana í Evrópu;  Heilsustofnunnar NLFÍ, Kneippsamtakanna í Unna í Þýskalandi og forvarnarstofnunarinnar PGA (Prophylaktische Gesundheits Arbeit) í  Austurríki.