Heilsustofnun vann nýverið til nýsköpunarverðlauna Heilsulindarsamtaka Evrópu (ESPA) vegna námskeiða þar sem gjörhygli/núvitund og streitustjórnun er nýtt, meðal annars í verkjameðferð.
Verðlaunin eru veitt heilsulindum fyrir nýsköpun sem skilar sér í betri upplifun og árangursríkara starfi á öllum sviðum heilbrigðistengdar þjónustu, hvort sem um er að ræða meðferðir, rekstur eða markaðssetningu. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Sopot í Póllandi fimmtudaginn 21.maí 2015.

Fyrir helgi kom út með Morgunblaðinu afmælisblað Heilsustofnunar NLFÍ.
Tilefnið er 60 ára afmæli og í blaðinu eru ýmis viðtöl og greinar úr starfi Heilsustofnunar. 
Þarna má finna mörg skemmtileg viðtöl við starfsmenn, dvalargesti og aðra sem tengjast Heilsustofnun. Einnig eru í blaðinu skemmtilegar myndir úr starfi Heilsustofnunar í gegnum árin.
Í sumar verður haldin vegleg afmælishátíð Heilsustofnunar og er í blaðinu dagskrá hátíðarinnar.

Hér má lesa blaðið í heild sinni:
http://issuu.com/athygliehf/docs/nlfi_blad_2015_120

Heilsustofnun er stolt af niðustöðu könnunarinnar um Stofnun ársins 2015 sem birt var í síðustu viku.
Heilsustofnun varð í 7. sæti af 79 stofnunum í flokknum sem er með 50 starfsmenn eða fleiri og í heild erum við í 30. sæti af 146 stofnunum sem tóku þátt í ár. Höfum sem sagt verið að hækka okkur og við sláum öll fyrri met í liðnum starfsandi sem lýsir samheldni og vinnugleði hjá okkur.

Pípulagningameistari  óskast til starfa við HNLFÍ. Starfshlutfall er 100%, vinnutími er frá 8:00-16:00. Starfið felst í viðhaldi og eftirliti við pípulagnir ásamt öðrum tilfallandi verkefnum á stofnuninni. 

Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður í starfi og þjónustulipur,  kostur ef viðkomandi hefur meirapróf og/eða vinnuvélapróf.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Ragnarsson umsjónarmaður fasteigna í s. 860 6520 

Umsóknir berist til starfsmannastjóra fyrir 22. mars - Aldís Eyjólfsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími 483 0304

Vegna boðaðra verkfalla hefur Heilsustofnun birt skrá yfir störf hjá Heilsustofnun NLFÍ, sem eru undanskilin verkfallsheimild

Hér fyrir neðan er skrá yfir þau störf sem eru undanþegin verkfallsheimild skv. 2.mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna með síðari breytingum en falla undir töluliði 3-6, 1.mgr.