Pípulagningameistari  óskast til starfa við HNLFÍ. Starfshlutfall er 100%, vinnutími er frá 8:00-16:00. Starfið felst í viðhaldi og eftirliti við pípulagnir ásamt öðrum tilfallandi verkefnum á stofnuninni. 

Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður í starfi og þjónustulipur,  kostur ef viðkomandi hefur meirapróf og/eða vinnuvélapróf.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Ragnarsson umsjónarmaður fasteigna í s. 860 6520 

Umsóknir berist til starfsmannastjóra fyrir 22. mars - Aldís Eyjólfsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími 483 0304

Vegna boðaðra verkfalla hefur Heilsustofnun birt skrá yfir störf hjá Heilsustofnun NLFÍ, sem eru undanskilin verkfallsheimild

Hér fyrir neðan er skrá yfir þau störf sem eru undanþegin verkfallsheimild skv. 2.mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna með síðari breytingum en falla undir töluliði 3-6, 1.mgr.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Inga Dóra Sig­fús­dótt­ir, pró­fess­or við Há­skól­ann í Reykja­vík, hlotið rann­sókna­styrk frá Evr­ópu­sam­band­inu upp á 2 millj­ón­ir evra, sem nem­ur rúm­lega 300 millj­ón­um ís­lenskra króna, til þess að sinna þverfag­leg­um rann­sókn­um á áhrif­um streitu á líf barna og ung­linga.

Þetta er frábær viðurkenning fyrir Ingu Dóru og hennar samstarfsmenn. Inga Dóra hefur und­an­far­in 20 ár sinnt rann­sókn­um á hög­um og líðan ungs fólks og reynt að átta sig á því hvað spái fyr­ir um heilsu og hegðun barna og ung­linga. Það hafa verið birtar yfir 70 vísindagreinar frá hennar rannsókarteymi um hagi og líðan ungs fólks. 

Heilsustofnun auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum og sjúkranuddurum til sumarafleysinga næstkomandi sumar.
Nánari upplýsingar veitir Aldís Eyjólfsdóttir starfsmannastjóri í síma 483 0304 eða í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Á dögunum færði Kristín Þorkelsdóttir myndlistarkona okkur þessa fallegu mynd sem ber heitið "“Á Fjallabaksleið - syðri Bláfjallakvísl”.
Myndin var hengd var upp í Hollvinastofu á Heilsustofnun og kemur hún vel út þar.
Ljósmyndin er eftir Hörð Daníelsson (www.gallery13.is) og er þakklætisvottur til okkar hér á Heilsustofnun fyrir góðar stundir og endurhæfingu á árunum 2013 og 2014 á heilsusetri HNLFÍ í Hveragerði með góðri kveðju frá Kristínu og Herði.
Við á Heilsustofnun færum þeim okkar bestu þakkir fyrir þessa glæsilegu mynd.