Sorgin og lífið - 5. - 12. febrúar 2017
Sorgin og lífið - ástvinamissir og áföll
Námskeiði er lokið - dagsetningar fyrir haustnámskeið eru í vinnslu
Vikudvöl fyrir þá sem hafa orðið fyrir ástvinamissi og eru að vinna úr sorg sinni 5.-12. febrúar 2017
Sorg er eðlileg í kjölfar ástvinamissis en oft gerist það að sá sem syrgir á erfitt með að vinna sig til sáttar í sorgarferlinu. Fyrsta árið er flestum sérstaklega erfitt þar sem við upplifum allt það „fyrsta án...” og það krefst sérstaklega mikils af okkur. Sorgin hefur ólíkar birtingarmyndir en einkenni geta verið líkamleg (höfuðverkur, svefntruflanir, meltingartruflanir og skortur á orku og frumkvæði) og tilfinningaleg (depurð, leiði, reiði, kvíði, hræðsla), hugræn og félagsleg(óþægindi og óöryggi í félagslegum samskiptum).