Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Sorgin og lífið - ástvinamissir og áföll

Námskeiði er lokið - dagsetningar fyrir haustnámskeið eru í vinnslu

Vikudvöl fyrir þá sem hafa orðið fyrir ástvinamissi og eru að vinna úr sorg sinni 5.-12. febrúar 2017

Sorg er eðlileg í kjölfar ástvinamissis en oft gerist það að sá sem syrgir á erfitt með að vinna sig til sáttar í sorgarferlinu. Fyrsta árið er flestum sérstaklega erfitt þar sem við upplifum allt það „fyrsta án...” og það krefst sérstaklega mikils af okkur. Sorgin hefur ólíkar birtingarmyndir en einkenni geta verið líkamleg (höfuðverkur, svefntruflanir, meltingartruflanir og skortur á orku og frumkvæði) og tilfinningaleg (depurð, leiði, reiði, kvíði, hræðsla), hugræn og félagsleg(óþægindi og óöryggi í félagslegum samskiptum).

Orkufæða og drykkir

Námskeið og sýnikennsla á Heilsustofnun - ATH að námskeiðið fer fram á ensku

Leiðbeinendur eru Inga Bylinkina og Roger Green frá The Academy of Healing Nutrition í NYC

Longevity Diet draws from a time-tested culinary
heritage that promotes lifelong health and happiness through moderation, balance and simplicity. It is a healing, rejuvenating diet, grounded in simple, whole, nutrient-rich foods.

Líf án streitu

Námskeiði er lokið - dagsetningar fyrir haustnámskeið eru í vinnslu

Námskeiðið Líf án streitu- lærðu að njóta lífsins - 7 daga heilsudvöl 11.-18. september 2016

Streita birtist í ýmsum myndum. Hún getur komið fram í líkamlegum einkennum, hugsun, hegðun og tilfinningalegum viðbrögðum.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar