Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Laus er 100% staða íþróttakennara við Heilsustofnun í Hveragerði. Fjölbreytt og skemmtilegt starf á góðum vinnustað.

Hæfniskröfur:

  • Kennsluréttindi
  • Faglegur metnaður og frumkvæði
  • Góð þjónustulund og færni í samskiptum
  • Góð færni í íslensku

Opna Heilsumótið 18. júní á Gufudalsvelli í Hveragerði - Hjóna/parakeppni fyrir 20 ára og eldri.

Leikform: Betri bolti, punktar, betra punkta skorið á holu telur.

Skráning hafin á Golfbox

Verðlaun:

  1. Verðlaun: Heilsudvöl á Heilsustofnun fyrir tvo í fimm nætur
  2. Verðlaun: Heilsudvöl á Heilsustofnun fyrir tvo í tvær nætur
  3. Verðlaun: Heilsudvöl á Heilsustofnun fyrir tvo í tvær nætur

Öldrunarendurhæfing á Heilsustofnun NLFÍ

Þekkt er að aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast og fer öldruðum fjölgandi og væntanlega mun þessi þróun halda áfram næstu árin og áratugi.
Þótt margir eldist á heilbrigðan hátt þá komumst við ekki hjá aldurstengdum breytingum sem hafa mismikil áhrif á heilsuna okkar. Einnig fjölgar þeim sem eldast ekki eins og best verður á kosið.

Hveragerðisbær og Þróunarfélag NLFÍ slhf. hafa samþykkt viljayfirlýsingu um að hefja viðræður með það að markmiði að ná samkomulagi um skipulagningu á svokölluðu Sólborgarsvæði sem liggur austan Varmár og að Þróunarfélagið fái heimild til uppbyggingar á landinu.

Í gær var tilkynnt að Heilsustofnun er stofnun ársins í könnun Sameykis.

Heilsustofnun var efst í stærsta flokknum; Ríkisstofnanir og sjálfseignarstofnanir með 90 starfsmenn eða fleiri með 4,32 í einkunn.

Þessi niðurstaða er afskaplega ánægjuleg fyrir okkur öll, - þetta er niðurstaða úr könnun meðal allra starfsmanna – þetta er ykkar sigur og mjög ánægjulegur fyrir okkur öll.

Í gær, 16. febrúar var tilkynnt á hátíð Sameykis að Heilsustofnun NLFÍ hlaut titilinn Stofnun ársins – sjálfseignastofnanir og fyrirtæki í almannaþjónustu.

Könnunin byggir á mati starfsmanna og er um er að ræða mat á innra starfsumhverfi og starfsaðstöðu.

Námskeiði er lokið.

 

Úrvinnsla áfalla með EMDR, listmeðferð og núvitund. Helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags með Rósu Richter, sálfræðing og listmeðferðarfræðing.

Ert þú tilbúin/n að að bæta líðan þína og breyta skaðlegu hegðunarmynstri með því að skoða rót vandans, vinna úr áföllum og byggja upp nýja framtíðarsýn?

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar