Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Heilsustofnun er ein stærsta endurhæfingarstofnun landsins og veitir árlega 1350 einstaklingum endurhæfingarþjónustu skv. samningi við Sjúkratryggingar Íslands.

Á Heilsustofnun fer fram einstaklingsmiðuð læknisfræðileg endurhæfing sem stjórnað er af þverfaglegum teymum. Áhersla er á að efla líkamlega, andlega og félagslega færni einstaklinga, auka lífsgæði og styrkja þá til athafna daglegs lífs.

Helstu meðferðarsvið eru verkjameðferð, meðferð vegna streitu og kulnunar, offitumeðferð, geðendurhæfing, hjartaendurhæfing, öldrunarendurhæfing og endurhæfing eftir alvarleg veikindi, aðgerðir eða slys.

Jóga, slökun og núvitund með Ellen og Esther. 25.-27. október - UPPSELT

Helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags þar sem lögð er áhersla á jóga og slökun en einnig núvitund og að njóta náttúrunnar í heilandi umhverfi Heilsustofnunar í Hveragerði.

Gisting og ljúffengt heilsufæði er innifalið ásamt Gisting og ljúffengt heilsufæði innifalið ásamt aðgengi að allri aðstöðu.

Sjá auglýsingu pdf

Sjá dagskrá pdf

Meðferð í læknisfræðilegri endurhæfingu er að lágmarki fjórar vikur og er háð því skilyrði að læknir sendi inn beiðni fyrir dvöl.

Símatími fyrir innlagnir er kl.10 - 12 á virkum dögum.

Yfirsjúkraþjálfari á Heilsustofnun í Hveragerði

Staða yfirsjúkraþjálfara er laus til umsóknar. Heilsustofnun er ein stærsta endurhæfingarstofnun landsins og veitir árlega 1350 einstaklingum endurhæfingarþjónustu skv. samningi við Sjúkratryggingar Íslands.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Fagleg ábyrgð á sjúkraþjálfun
  • Daglegur rekstur deildar
  • Almenn sjúkraþjálfun

Aðalfundur Hollvinasamtaka HNLFÍ verður haldinn á Heilsustofnun 22. maí  2024, kl: 19:30

Dagskrá:

  1. Setning fundar
  2. Kosning fundarstjóra og ritara
  3. Skýrsla stjórnar
  4. Ársreikningar félagsins
  5. Tilnefningar til trúnaðarstarfa
  6. Árgjald
  7. Önnur mál

Í desemberblaði Sjúkraliðans 2023 var skemmtilegt að sjá og lesa viðtal við Rannveigu Ingadóttur. Fáum að birta það hér með góðfúslegu leyfi. Myndir tók Dagný Dögg Steinþórsdóttir.

Rannveig Ingvadóttir sjúkraliði býr í Hveragerði og starfar á Heilsustofnun. Hún segir að starfið sé mjög fjölbreytt og sjúkraliðar fái að njóta sín í allri sinni vinnu.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar