Námskeiði er lokið.

 

Dagsetningar fyrir næstu námskeið hjá Rósu Richter sálfræðingi og listmeðferðarfræðingi eru í vinnslu

Námskeiðið hentar þér: ef þú hefur endurtekið reynt að breyta óæskilegri hegðun eða mynstri en hefur svo dottið í sama farið aftur og aftur. Með hjálp listarinnar og EMDR meðferð munum við hefja mikilvæga úrvinnslu á því sem liggur á bak við vandann og byggja upp nýja von og framtíðarsýn.

Ritmennskunámskeið - að skrifa sig úr skugganum í ljósið 

þessu námskeiði er frestað

5 daga námskeið frá sunnudegi til föstudags

Næsta námskeið er um páskana 2020, frá föstudegi til mánudags, 10.-13.apríl.

Námskeið frá miðvikudegi til sunnudags, Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur leiðir þátttakendur í að losa sig frá erfiðum tilfinningum með skapandi skriflegri tjáningu.

Tökum stjórnina - streita og kulnun

Næsta námskeið er 22.-27.mars 2020 - þessu námskeiði er frestað

5 daga námskeið frá sunnudegi til föstudags

  • Ertu að upplifa kulnun í lífi eða starfi?
  • Er þráðurinn stuttur og neistinn farinn?
  • Ertu með stöðuga kvíðatilfinningu?
  • Langar þig að ná aftur tökum á eigin lífi?

Þetta námskeið er fyrir einstaklinga semupplifa sig á barmi kulnunar í lífi og/eða starfi. Á námskeiðinu skoða þátttakendur hverjir eru þeirra helstu streituvaldar og streitueinkenni. Samspil sjálfsmyndar,meðvirkni og streitu er skoðað og kenndar leiðir til að takast á við streitu í eigin lífi.

Núvitund - 8 vikur - 19.febrúar 2020

Næsta námskeið hefst 19. febrúar 2020 

Þetta námskeið er ekki fyrir inniliggjandi dvalargesti.

Námskeið í núvitund við verkjum, kvíða, þunglyndi og streitu. Námskeiðið tengir saman núvitund og hugræna atferlismeðferð.

Unnið er í lokuðum hópum 12-16 einstaklinga. Kennt er í átta skipti, einu sinni í viku í tvo tíma í senn. Þátttakendur þurfa að gera ráð fyrir daglegum heimaæfingum á milli tímanna.

Kennt er á miðvikudögum kl. 15:30 - 17:30.  - Þögull laugardagur verður 21. mars

      

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?