Í dag er afmælisdagur Jónasar Kristjánssonar læknis og frumkvöðuls, stofnanda Náttúrulækningafélags Íslands (1937) og Heilsustofnunar í Hveragerði (1955). Jónas Kristjánsson, læknir, fæddist að Snæringsstöðum í Svínadal 20. september 1870 og lést í Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði 3. apríl 1960.
Hér má lesa nánar um ævi Jónasar. Ásamt því að fjölda greina eftir Jónas má finna á heimasíðu NLFÍ.