Árangursrík endurhæfing í Hveragerði
Föstudaginn 3. september 2021 birtist grein um árangursríka endurhæfingu á Heilsustofnun í Fréttablaðinu og viljum við því birta hana hér.
Einstaklingsmiðuð endurhæfing og faglega viðurkenndir mælikvarðar einkenna starfsemi Heilsustofnunar. Þangað koma um 1.350 einstaklingar árlega.
Á Heilsustofnun í Hveragerði koma um 1.350 einstaklingar á ári hverju í endurhæfingu og er dvalartími fjórar vikur. Beiðni frá lækni er skilyrði fyrir dvöl og eru mismunandi meðferðarlínur eftir eðli vandamáls hvers og eins, segja þær Steina Ólafsdóttir yfirsjúkraþjálfari og Halldóra Sigurðardóttir sjúkraþjálfari hjá Heilsustofnun.