Hjúkrunarfræðingur óskast til sumarafleysinga

Hjúkrunarfræðingur óskast til sumarafleysinga á Heilsustofnun í Hveragerði. Um er að ræða fjölbreytt starf í þverfaglegu samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir. Starfið felur í sér einstaklingsmiðaða hjúkrun, almenn hjúkrunarstörf og fræðslu. Unnið er á þrískiptum vöktum. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Möguleiki er á húsnæði á staðnum.