Hjúkrunarfræðingur óskast til sumarafleysinga á Heilsustofnun í Hveragerði. Um er að ræða fjölbreytt starf í þverfaglegu samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir. Starfið felur í sér einstaklingsmiðaða hjúkrun, almenn hjúkrunarstörf og fræðslu. Unnið er á þrískiptum vöktum. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Möguleiki er á húsnæði á staðnum.

Heilsustofnun er ein stærsta endurhæfingarstofnun landsins og veitir árlega 1350 einstaklingum endurhæfingarþjónustu skv. samningi við Sjúkratryggingar Íslands.

Á Heilsustofnun fer fram einstaklingsmiðuð læknisfræðileg endurhæfing sem stjórnað er af þverfaglegum teymum. Áhersla er á að efla líkamlega, andlega og félagslega færni einstaklinga, auka lífsgæði og styrkja þá til athafna daglegs lífs.

Helstu meðferðarsvið eru verkjameðferð, meðferð vegna streitu og kulnunar, offitumeðferð, geðendurhæfing, hjartaendurhæfing, öldrunarendurhæfing og endurhæfing eftir alvarleg veikindi, aðgerðir eða slys.

Á Heilsustofnun hefur verið lífræn ræktun í nær hálfa öld. Halldór Steinsson er yfirmatreiðslumaður og hefur séð um eldhúsið í átta ár. Í matstofu Jónasar hefur alla tíð verið boðið upp á grænmetisfæði og veganrétti auk þess sem fiskur er tvo daga í viku.

Lögð er áhersla á holla og góða rétti úr nærliggjandi umhverfi og Halldór segir að það sé bæði krefjandi og skemmtilegt að elda fjölbreytta rétti fyrir gesti á öllum aldri.

Ólöf Waltersdóttir, deildarstjóri læknadeildar, segir það mikilvægt að skipta um umhverfi fyrir endurhæfingu. Ólöf hefur starfað á Heilsustofnun í 30 ár, þekkir starfsemina mjög vel og hittir alla dvalargesti.

„Þegar ég byrjaði voru eldri dvalargestir í meirihluta, en meðalaldur hefur lækkað verulega á síðustu árum,“ segir Ólöf. „Samhliða því hafa meðferðirnar breyst og okkar frábæra fagfólk er duglegt að sníða þær að þörfum einstaklinga.