Breyting á streituhópnum
COVID hefur gjörbreytt hópnum sem glímir við streitu, fólk sem var í kulnun fékk hlé og aðrir lentu í vanda. Á Heilsustofnun fær þetta fólk að einblína á batann.
Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, segir mjög breiðan aldurshóp koma til dvalar á Heilsustofnun og að hópur dvalargesta sé sífellt að yngjast. Þangað komi fólk í endurhæfingu meðal annars vegna langvinnra verkja, offituog efnaskiptasjúkdóma, streitu, kulnunar og geðrænna vandamála eins og kvíða og þunglyndis.