Evrópsku heilsulindasamtökin, ESPA, héldu málþing í síðustu viku um endurhæfingu sjúklinga sem hafa fengið COVID-19. Fulltrúum frá Þýskalandi, Frakklandi, Slóvakíu og Íslandi var boðið að taka þátt og var Heilsustofnun með fulltrúa á málþinginu.

Á málþinginu var lögð áhersla á að kynna hvernig náttúrulegar meðferðir, t.d. vatns- og leirmeðferðir, geti stutt við hefðbunda endurhæfingu gegn afleiðingum COVID-19 sjúkdómsins.

Á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði fá sjúklingar líkamlega og sálfélagslega endurhæfingu í dásamlegu umhverfi. Nú njóta þar endurhæfingar margir sem veiktust af COVID-19 í vetur og vor.

„Sarfsemi Heilsustofnunar í dag er nær eingöngu læknisfræðileg endurhæfing,“ segir Birna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

thorir haraldsson portraitÞórir Haraldsson hefur verið ráðinn í stöðu forstjóra Heilsustofnunar í Hveragerði frá 1. nóvember nk.

Þórir er lögfræðingur frá Háskóla Íslands að mennt og hefur víðtæka þekkingu af heilbrigðisþjónustu og fyrirtækjarekstri. Hann hefur á undanförnum árum starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu sem lögmaður og framkvæmdastjóri rekstrar.

Hann var aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 1995 - 2001 og hefur einnig setið í ýmsum stjórnum og nefndum þar á meðal í stjórn Heilsustofnunar um árabil.

Heilsustofnun er lokuð almenningi vegna kórónuveirufaraldursins. Full endurhæfingarstarfsemi er á stofnuninni en aðeins færri í húsi en venja er. Enginn fær að koma inn á stofnunina sem verið hefur erlendis sl 14 daga, í návígi við sýktan einstakling eða með einkenni sem bent geta til COVID-19 og gildir það fyrir dvalargesti og starfsfólk. Stofnunin er alveg lokuð fyrir alla aðra en dvalargesti sem koma til endurhæfingar.