150 ár frá fæðingu Jónasar Kristjánssonar
Láttu þá sjá sagði Kristján Kristjánsson, faðir Jónasar Kristjánssonar læknis sem stofnaði Náttúrlækningafélag Íslands(1937) og Heilsuhælið í Hveragerði(1955) sem heitir Heilsustofnun NLFÍ í dag.
Láttu þá sjá sagði Kristján Kristjánsson, faðir Jónasar Kristjánssonar læknis sem stofnaði Náttúrlækningafélag Íslands(1937) og Heilsuhælið í Hveragerði(1955) sem heitir Heilsustofnun NLFÍ í dag.
13. apríl 2022
Frá og með 1. apríl er grímuskylda lögð niður á Heilsustofnun. Áfram er þeim sem ekki hafa fengið Covid-19, óbólusettum og þeim sem hafa alvarlega undirliggjandi sjúkdóma ráðlagt að bera grímur innanhúss. Áhersla er lögð á persónubundnar sóttvarnir fyrir alla og skylda er að spritta hendur fyrir aðgang að hlaðborði og tækjasal. Einnig þarf að gæta sín á öllum sameiginlegum snertiflötum t.d. hurðarhúnum, dagblöðum og spilum.
Dvalargestir geta nú fengið til sín tvo heimsóknargesti sem einnig mega koma í matsalinn og borða frá og með 14/4, gegn gjaldi. Áfram er Heilsustofnun að mestu lokuð almenningi og enginn fær að koma hingað inn ef einhver flensulík einkenni eða önnur smitandi veikindi eru til staðar.
Dvalargestir þurfa að láta hjúkrunarvakt strax vita ef þeir veikjast eða finna fyrir einhverjum einkennum sem gætu verið Covid-19. Viðkomandi fer þá strax í hraðpróf hjá okkur. Dvalargestir með smitandi veikindi mega ekki taka þátt í neinum tímum og stendur til boða að fara heim á meðan veikindin ganga yfir eða fresta dvöl.
Með von um árangursríka endurhæfingardvöl.
Framkvæmdastjórn Heilsustofnunar
11. október 2022
Covid- 19 smitum hefur fækkað verulega í samfélaginu en engu að síður höfum við varann á hér á Heilsustofnun og biðjum fólk um að koma ekki hingað inn ef einhver flensu- eða önnur sýkingareinkenni eru til staðar. Vel er hugað að sótthreinsandi þrifum og sprittbrúsar eru víða um hús. Allir þurfa að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, handþvotti og sprittun og er grímunotkun valkvæð.
Dvalargestir sem veikjast eða fá flensulík einkenni eru beðnir um að hafa strax samband við hjúkrunarvakt.
Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing til afleysinga frá 1. september í eitt ár. Um er að ræða í 85% starfshlutfall í vaktavinnu. Möguleiki er á starfsmannaíbúð á staðnum.
Hæfniskröfur:
Nánari upplýsingar gefur Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar í netfangi:
Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efndi í janúar 2020 til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar NLFÍ og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði. Alls bárust 11 tillögur í samkeppnina og voru niðurstöður kynntar 3. júlí 2020 í Hveragerði.