1. nóvember 2019

Í dag var undirritaður samningur milli Náttúrulækningafélags Íslands og Sagafilm um gerð heimildarmyndar um Jónas Kristjánsson lækni, stofnanda Náttúrulækningafélags Íslands og síðar Heilsustofnunar í Hveragerði. Unnið hefur verið að undirbúningi myndarinnar um nokkurra ára skeið. Í heimildarmyndinni verða gerð skil á æviskeiði Jónasar, læknisstörfum á Héraði, þar sem hann hóf feril sinn, og í Skagafirði þar sem hann var héraðslæknir á árunum 1911-1938 en þar var Náttúrulækningafélagið stofnað á Hótel Tindastóli árið 1937.

Bæjarhátíðin Blóm í bæ verður um helgina og Heilsustofnun verður með opið hús á morgun frá kl.14:00-15:30 allir velkomnir - Alma Möller landlæknir kemur í heimsókn og ávarpar gesti í Matstofu Jónasar.

Eydís Mary Jónsdóttir, land- og umhverfisfræðingur mun leiðbeina í ferðinni og, kenna áhugasömum að þekkja, tína og verka söl og annað fjörmeti. Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumaður, landsliðskokkur og lífskúnstner mun einnig fræða okkur um hvernig er hægt að nýta sjávarþang og fleira.
Þátttakendur þurfa að klæða sig eftir veðri, vera í vatnsheldum skóm, helst stígvélum, og hafa með sér poka til að safna í, til dæmis strigapoka. Gott að taka vatnsbrúsa með. Súpa og brauð í boði Heilsustofnunar í Hveragerði.

Margrét Grímsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ. Þar er boðið upp á 4 vikna streitumeðferð sem Margrét stýrir. Hún segir aðsókn á þetta námskeið vera í stöðugri sókn, enda sé streita að aukast í samfélaginu með aukinni þenslu í hagkerfinu. Elínrós Líndal, blaðamaður tók við hana viðtal sem birtist þann 24. ágúst í sérblaði um heilsuna.