Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, þingsal 2, þriðjudaginn 13. mars 2018 kl. 20:00.

  • Eru rafrettur skaðlegar heilsunni?
  • Eru til ritrýndar rannsóknir um áhrif rafretta á heilsufar?
  • Er reykur frá rafrettum skaðlaus?
  • Hvað með reglugerðir um notkun rafretta?
  • Eru rafrettur „æskilegri“ fyrir heilsuna en sígarettureykingar?
  • Hvers vegna sækja unglingar/börn í rafrettur?

Heilsustofnun í Hveragerði sigraði í sínum flokki “Innovative Health Spa Program” þegar nýsköpunarverðlaun ESPA, Evrópsku Heilsulindasamtakanna voru veitt við hátíðlega athöfn á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Róm 11. maí sl.  

Árlega eru veitt verðlaun til aðila innan samtakanna sem skara framúr og er þetta í þriðja sinn sem Heilsustofnun fær nýsköpunarverðlaun.

Við erum stolt af starfseminni hjá Heilsustofnun og fögnum því að vera í 5.sæti í Fyrirmyndarstofnun ársins 2017

Í flokki stærstu stofnana eru fimm fyrirmyndarstofnanir. Þær eru auk Reykjalundar, Ríkisskattstjóri (sem sigraði fyrir ári), Fjölbrautaskóli Suðurnesja (sem var í öðru sæti í fyrra), Vínbúðirnar (ÁTVR) (sem voru í fjórða sæti í fyrra) og Heilsustofnun NLFÍ (sem var í sjöunda sæti fyrir ári).

Fimm efstu sætin skipa:

  1. Reykjalundur
  2. Ríkisskattstjóri
  3. Fjölbrautaskóli Suðurnesja
  4. Vínbúðirnar (ÁTVR)
  5. Heilsustofnun NLFÍ *

Hér má sjá bækling frá SFR um stofnanir ársins 2017