Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða.Við styðjum við Sjóðinn góða sem sinnir fjárhagsaðstoð á aðventunni

Heilsustofnun í 70 ár

Staðfest er að fjárveiting til Heilsustofnunar sé innan við helmingur af því sem aðrir fá fyrir sambærilega þjónustu.

Á 70 ára afmælisári Heilsustofnunar blasa við erfiðar áskoranir. Heilsustofnun hefur frá upphafi verið hornsteinn í heilsueflingu og endurhæfingu, veitt öfluga heilbrigðisþjónustu og oft verið í fararbroddi nýjunga og nýsköpunar. Jónas Kristjánsson, stofnandi og frumkvöðull, lagði allar eigur sínar í uppbyggingu Heilsustofnunar og Náttúrulækningafélag Íslands hefur fjármagnað húsnæði og aðstöðu en aldrei hefur komið framlag frá ríkinu til uppbyggingar.

Evrópsku Heilsulindasamtökin ESPA hafa veitt Heilsustofnun í Hveragerði viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf í Hveragerði á Íslandi.

Viðurkenningin var veitt við við hátíðlega athöfn á aðalfundi samtakanna í Haapsalu í Eistlandi 9. október. Í viðurkenningarskjalinu segir að Heilsustofnun fái þessa viðurkenningu fyrir framúrskarandi gæði og árangur við endurhæfingu, nýsköpun í vatnsmeðferð og staðfestu í heilbrigðisþjónustu í 70 ár.

Námskeið 5.-9. nóvember – frá miðvikudegi til sunnudags - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Leiðir til jafnvægis

Markmið námskeiðsins er finna og efla eigin styrk til að takast á við og vinna úr einkennum áfalla
og langvinnrar streitu.
Unnið er með taugakerfið með fræðslu, hugleiðslu, jóga nidra djúpslökun, áfallajóga, náttúrugöngu í núvitund, slökun í
vatni og samtali.

ATHUGIÐ AÐ ÞAÐ ÞARF AÐ SÆKJA MIÐA Í ALLA VATNSLEIKFIMITÍMA – MIÐAR ERU SÓTTIR HJÁ SUNDVERÐI, DAGINN FYRIR DAGSKRÁ

Þessi dagskrá er með fyrirvara um breytingar

Fimmtudagur 17. apríl - skírdagur
09:00 - Vatnsleikfimi, kröftug

09:50 - Vatnsleikfimi, miðlungs/létt
11:00 - Ganga 2-3 – þeir sem vilja fara lengra geri það á eigin vegum
13:00 - Háls og herðar/Leikfimi 1 – léttar æfingar
14:00 - Bakæfingar (niður á gólf)
17:00 – Slökun í Kapellu