Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Markmið námskeiðsins er finna og efla eigin styrk til að takast á við og vinna úr einkennum áfalla og langvinnrar streitu.

Unnið er með taugakerfið með fræðslu, hugleiðslu, jóga nidra djúpslökun, áfallajóga, náttúrugöngu í núvitund, slökun í vatni og samtali. Á námskeiðinu gefst þátttakendum tækifæri til að læra að takast á við einkenni áfalla og streitu, finna leiðir og fá ýmis verkfæri til að auka vellíðan í daglegu lífi.

Í fjórða sinn í röð varð Heilsustofnun efst í sínum flokki í kjöri á “Stofnun Ársins” – Flokkur sjálfseignarstofnana og fyrirtækja í almannaþjónustu.

ATHUGIÐ AÐ ÞAÐ ÞARF AÐ SÆKJA MIÐA Í ALLA VATNSLEIKFIMITÍMA – MIÐAR ERU SÓTTIR HJÁ SUNDVERÐI

EFTIR KL.16:30 DAGINN FYRIR DAGSKRÁ

Þessi dagskrá er með fyrirvara um breytingar

Fimmtudagur 17. apríl - skírdagur
09:00 - Vatnsleikfimi, kröftug
09:50 - Vatnsleikfimi, miðlungs/létt
11:00 - Ganga 3 – þeir sem vilja fara lengra geri það á eigin vegum
13:00 - Háls og herðar/Leikfimi 1 – léttar æfingar
14:00 - Leikfimi – miðlungs/kröftug
17:00 – Slökun í Kapellu - Hjúkrunarvakt

Bókagjöf til Heilsustofnunar: Til taks – Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands fyrstu 40 árin.

Páll Halldórsson færði okkur þessa frábæru bók fyrir bókasafn Heilsustofnunar.

Í bókinni er rakin saga þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands fyrstu fjóra áratugina. Sagt er frá baráttunni fyrir því að fá þyrlu til landsins, en þær hafa verið nokkrar og æði misjafnar í gegnum tíðina.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar

 fyrirmyndarstofnun2023