Námskeið - Streita, áföll og taugakerfið - Leiðir til jafnvægis
Markmið námskeiðsins er finna og efla eigin styrk til að takast á við og vinna úr einkennum áfalla og langvinnrar streitu.
Unnið er með taugakerfið með fræðslu, hugleiðslu, jóga nidra djúpslökun, áfallajóga, náttúrugöngu í núvitund, slökun í vatni og samtali. Á námskeiðinu gefst þátttakendum tækifæri til að læra að takast á við einkenni áfalla og streitu, finna leiðir og fá ýmis verkfæri til að auka vellíðan í daglegu lífi.