Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Heilsuhelgi með Geir Gunnari Markússyni næringarfræðingi

29. nóvember - 1. desember eða 6.-8. desember- Námskeiði er lokið

Hressandi en um leið afslappað námskeið í umhverfi Heilsustofnunar

Frábært tækifæri til þess að njóta lífsins og setja heilsuna í forgang.

Geir Gunnar mun kenna þátttakendum að:

  • bera ábyrgð á eigin heilsu
  • leggja áherslu á holla næringu og reglulegar máltíðir
  • gæta að góðri meltingu
  • gera hreyfingu að daglegri venju
  • setja svefninn í forgang
  • styrkja sig andlega
  • setja sér skýr heilsumarkmið
  • tileinka sér einfaldar reglur í heilsusamlegum lífsstíl

Myndsköpun

Næsta námskeið - dagsetning í vinnslu

Námskeið í myndsköpun er byggð á sálfræðikenningum C.G. Jungs.

Leiðbeinandi er Gréta Berg hjúkrunarfræðingur og myndlistarkona. Námskeiðið er haldið á laugardegi frá kl.9-15 og sunnudegi frá kl.10-12

Verð fyrir dvalargesti er 8.000 kr. og verð fyrir utanaðkomandi er 16.000 kr. og með gistingu 20.000 kr.

Komdu með - betra líf allan ársins hring

7 daga heilsunámskeið dagana 14.-21. janúar 2018 - ATHUGIÐ AÐ NÁMSKEIÐI ER LOKIÐ

Hressandi sjálfstyrkingarnámskeið fyrir þá sem vilja koma sér af stað, setja sér markmið varðandi hreyfingu og mataræði og huga að andlegri líðan.

Námskeið í samkennd fyrir dvalargesti

Fjögurra vikna námskeið í september 2017. Námskeiði er lokið  

 Innritun Kynningarfundur Fyrsti tími Útskrift
Mán. - þri. Miðvikudagur Fimmtudagur Mán. - þri.
4. / 5.sept 2017 6.sept 7.sept 2. /3. okt
       

Á þessu námskeiði eru lokaðir hópar með 10-16 dvalargestum. Kennt er í fjórar vikur, átta skipti í tvo samfellda tíma í senn, auk þess sem þátttakendur þurfa að leggja á sig umtalsverðar heimaæfingar á milli tímanna.

Sorgin og lífið - ástvinamissir og áföll

Námskeiði er lokið - dagsetningar fyrir haustnámskeið eru í vinnslu

Vikudvöl fyrir þá sem hafa orðið fyrir ástvinamissi og eru að vinna úr sorg sinni 5.-12. febrúar 2017

Sorg er eðlileg í kjölfar ástvinamissis en oft gerist það að sá sem syrgir á erfitt með að vinna sig til sáttar í sorgarferlinu. Fyrsta árið er flestum sérstaklega erfitt þar sem við upplifum allt það „fyrsta án...” og það krefst sérstaklega mikils af okkur. Sorgin hefur ólíkar birtingarmyndir en einkenni geta verið líkamleg (höfuðverkur, svefntruflanir, meltingartruflanir og skortur á orku og frumkvæði) og tilfinningaleg (depurð, leiði, reiði, kvíði, hræðsla), hugræn og félagsleg(óþægindi og óöryggi í félagslegum samskiptum).

Orkufæða og drykkir

Námskeið og sýnikennsla á Heilsustofnun - ATH að námskeiðið fer fram á ensku

Leiðbeinendur eru Inga Bylinkina og Roger Green frá The Academy of Healing Nutrition í NYC

Longevity Diet draws from a time-tested culinary
heritage that promotes lifelong health and happiness through moderation, balance and simplicity. It is a healing, rejuvenating diet, grounded in simple, whole, nutrient-rich foods.

Líf án streitu

Námskeiði er lokið - dagsetningar fyrir haustnámskeið eru í vinnslu

Námskeiðið Líf án streitu- lærðu að njóta lífsins - 7 daga heilsudvöl 11.-18. september 2016

Streita birtist í ýmsum myndum. Hún getur komið fram í líkamlegum einkennum, hugsun, hegðun og tilfinningalegum viðbrögðum.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar