Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Í gær, 16. febrúar var tilkynnt á hátíð Sameykis að Heilsustofnun NLFÍ hlaut titilinn Stofnun ársins – sjálfseignastofnanir og fyrirtæki í almannaþjónustu.

Könnunin byggir á mati starfsmanna og er um er að ræða mat á innra starfsumhverfi og starfsaðstöðu.

Námskeiði er lokið.

 

Úrvinnsla áfalla með EMDR, listmeðferð og núvitund. Helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags með Rósu Richter, sálfræðing og listmeðferðarfræðing.

Ert þú tilbúin/n að að bæta líðan þína og breyta skaðlegu hegðunarmynstri með því að skoða rót vandans, vinna úr áföllum og byggja upp nýja framtíðarsýn?

11. október 2022

Covid- 19 smitum hefur fækkað verulega í samfélaginu en engu að síður höfum við varann á hér á Heilsustofnun og biðjum fólk um að koma ekki hingað inn ef einhver flensu- eða önnur sýkingareinkenni eru til staðar. Vel er hugað að sótthreinsandi þrifum og sprittbrúsar eru víða um hús. Allir þurfa að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, handþvotti og sprittun og er grímunotkun valkvæð.

Dvalargestir sem veikjast eða fá flensulík einkenni eru beðnir um að hafa strax samband við hjúkrunarvakt.

Náttúrulækningafélag Íslands hefur um árabil leitað leiða til að bæta húsakost Heilsustofnunar og skjóta styrkari stoðum undir rekstur hennar. Bygging íbúða á landi Heilsustofnunar fyrir einstaklinga sem vilja njóta öryggis og þjónustu Heilsustofnunar er einstakt tækifæri fyrir þá sem setja góða heilsu og vellíðan í öndvegi og mun einnig efla starfsemi Heilsustofnunar.

Allur afrakstur af byggingu og sölu á íbúðum við Lindarbrún mun renna til að endurnýja meðferðaraðstöðu og bæta aðra aðstöðu Heilsustofnunar og hið sama á við um aðra uppbyggingu á lóðinni í framtíðinni, svo sem bygging fleiri íbúða, fjölgun gistirýma á Heilsustofnun og möguleg uppbygging á heilsudvalarstað.

Framkvæmdir hefjast á næstu vikum og upplýsingar um verkefnið má finna á vefslóðinni https://www.lindarbrun.is

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar