Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Bæjarhátíðin Blóm í bæ verður um helgina og Heilsustofnun verður með opið hús á morgun frá kl.14:00-15:30 allir velkomnir - Alma Möller landlæknir kemur í heimsókn og ávarpar gesti í Matstofu Jónasar.

Þau Helga Björg Antonsdóttir, Hrönn Óskarsdóttir, Jón Ingi Björnsson, Sigrún Buithy Jónsdóttir og Tómas Gunnar Viðarsson eru í meistaranámi í Markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Eitt af verkefnum þeirra í námskeiðinu, Stefnumiðuð markaðsfærsla er að skoða ímynd Heilsustofnunar í Hveragerði og áhuga fólks á heilsudvöl og námskeiðum á Heilsustofnun. 

Vinsamlega smellið á þennan link til að taka þátt - http://heilsustofnun.questionpro.com/

Sigrún Vala Björnsdóttir varði doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum föstudaginn 3. febrúar 2017.

Ritgerðin ber heitið: Þrálátir stoðkerfisverkir – Algengi, áhrif og þverfræðileg úrræði á Íslandi. Chronic Musculoskeletal Pain – Prevalence, impact and multidisciplinary treatment in Iceland.

Andmælendur: dr. Dave Walton, dósent í sjúkraþjálfun við Western University í Kanada, og dr. Ragnheiður Harpa Arnardóttir, dósent við Háskólann á Akureyri.
Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

13. apríl 2022

 

Frá og með 1. apríl er grímuskylda lögð niður á Heilsustofnun. Áfram er þeim sem ekki hafa fengið Covid-19, óbólusettum og þeim sem hafa alvarlega undirliggjandi sjúkdóma ráðlagt að bera grímur innanhúss. Áhersla er lögð á persónubundnar sóttvarnir fyrir alla og skylda er að spritta hendur fyrir aðgang að hlaðborði og tækjasal. Einnig þarf að gæta sín á öllum sameiginlegum snertiflötum t.d. hurðarhúnum, dagblöðum og spilum.

Dvalargestir geta nú fengið til sín tvo heimsóknargesti sem einnig mega koma í matsalinn og borða frá og með 14/4, gegn gjaldi.  Áfram er Heilsustofnun að mestu lokuð almenningi og enginn fær að koma hingað inn ef einhver flensulík einkenni eða önnur smitandi veikindi eru til staðar.

Dvalargestir þurfa að láta hjúkrunarvakt strax vita ef þeir veikjast eða finna fyrir einhverjum einkennum sem gætu verið Covid-19. Viðkomandi fer þá strax í hraðpróf hjá okkur. Dvalargestir með smitandi veikindi mega ekki taka þátt í neinum tímum og stendur til boða að fara heim á meðan veikindin ganga yfir eða fresta dvöl.

Með von um árangursríka endurhæfingardvöl.

Framkvæmdastjórn Heilsustofnunar

20. ágúst 2021

Starfsemi Heilsustofnunar er komin af stað aftur eftir tveggja daga meðferðahlé á meðan unnið var að smitrakningu. Það verkefni gekk vel og endurhæfingarstarf hófst aftur fimmtudaginn 19. ágúst. 52 eru nú í sóttkví vegna þess.

Tilkynning barst í morgun frá smitrakningateymi ríkislögreglustjóra um annað smit sem er óskylt hinu fyrra. Unnið er að smitrakningu en ekki er talin þörf á að gera hlé á starfseminni.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar