Heilsustofnun - Stofnun ársins 2024
Í fjórða sinn í röð varð Heilsustofnun efst í sínum flokki í kjöri á “Stofnun Ársins” – Flokkur sjálfseignarstofnana og fyrirtækja í almannaþjónustu.
Í fjórða sinn í röð varð Heilsustofnun efst í sínum flokki í kjöri á “Stofnun Ársins” – Flokkur sjálfseignarstofnana og fyrirtækja í almannaþjónustu.
ATHUGIÐ AÐ ÞAÐ ÞARF AÐ SÆKJA MIÐA Í ALLA VATNSLEIKFIMITÍMA – MIÐAR ERU SÓTTIR HJÁ SUNDVERÐI EFTIR KL.16:30 DAGINN FYRIR DAGSKRÁ
Fimmtudagur 28. mars - skírdagur
Bókagjöf til Heilsustofnunar: Til taks – Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands fyrstu 40 árin.
Páll Halldórsson færði okkur þessa frábæru bók fyrir bókasafn Heilsustofnunar.
Í bókinni er rakin saga þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands fyrstu fjóra áratugina. Sagt er frá baráttunni fyrir því að fá þyrlu til landsins, en þær hafa verið nokkrar og æði misjafnar í gegnum tíðina.
Í þriðja sinn í röð varð Heilsustofnun efst í sínum flokki í kjöri á “Stofnun Ársins” – Flokkur sjálfseignarstofnana og fyrirtækja í almannaþjónustu.
Niðurstöður voru kynntar þann 15. febrúar s.l. vettvangi Sameyki, stéttarfélags í almannaþjónustu, í kjölfar málþings um mannauðsmál þar sem yfirskriftin var “Velsæld á vinnustað”
Heilsustofnun er ein stærsta endurhæfingarstofnun landsins og veitir árlega 1350 einstaklingum endurhæfingarþjónustu skv. samningi við Sjúkratryggingar Íslands.
Á Heilsustofnun fer fram einstaklingsmiðuð læknisfræðileg endurhæfing sem stjórnað er af þverfaglegum teymum. Áhersla er á að efla líkamlega, andlega og félagslega færni einstaklinga, auka lífsgæði og styrkja þá til athafna daglegs lífs.
Helstu meðferðarsvið eru verkjameðferð, meðferð vegna streitu og kulnunar, offitumeðferð, geðendurhæfing, hjartaendurhæfing, öldrunarendurhæfing og endurhæfing eftir alvarleg veikindi, aðgerðir eða slys.
Jóga, slökun og núvitund með Ellen og Esther. 25.-27. október - UPPSELT
Helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags þar sem lögð er áhersla á jóga og slökun en einnig núvitund og að njóta náttúrunnar í heilandi umhverfi Heilsustofnunar í Hveragerði.
Gisting og ljúffengt heilsufæði er innifalið ásamt Gisting og ljúffengt heilsufæði innifalið ásamt aðgengi að allri aðstöðu.
Meðferð í læknisfræðilegri endurhæfingu er að lágmarki fjórar vikur og er háð því skilyrði að læknir sendi inn beiðni fyrir dvöl.
Símatími fyrir innlagnir er kl.10 - 12 á virkum dögum.