Reynum að finna farveg þar sem fólk nýtur sín
Sjúkraþjálfun á Heilsustofnun er einstaklingsmiðuð. Ástand sjúklings er metið við komu og aftur við lok dvalar og áætlun gerð um framhaldið. Meðferð er alltaf ákveðin í samráði við sjúklinginn.
Sjúkraþjálfun á Heilsustofnun er einstaklingsmiðuð. Ástand sjúklings er metið við komu og aftur við lok dvalar og áætlun gerð um framhaldið. Meðferð er alltaf ákveðin í samráði við sjúklinginn.
Við birtum hér viðtal við forstjóra Heilsustofnunar, Þóri Haraldsson, þann 14. janúar sl. í Morgunblaðinu.
Drög hafa verið lögð að byggingu nýrrar byggingar fyrir meðferðarstarf á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði og er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Er nú unnið að þarfagreiningu og útfærslu á ýmsum hugmyndum sem fyrir liggja. Í dag er meðferðarstarfið, það er læknastofur, sjúkraþjálfun, nuddaðstaða, líkamsrækt og fleira slíkt, í elstu húsum stofnunarinnar, sem reist voru fyrir nærri 70 árum og svara ekki kröfum dagsins í dag, Ráðgert er að reisa um 2.800 fermetra byggingu á tveimur hæðum og sameina faglega endurhæfingu, meðferð og fræðslu í einu húsi. Áætlaður kostnaður við framkvæmdir er 1,5 milljarðar króna.
Evrópsku heilsulindasamtökin, ESPA, héldu málþing í síðustu viku um endurhæfingu sjúklinga sem hafa fengið COVID-19. Fulltrúum frá Þýskalandi, Frakklandi, Slóvakíu og Íslandi var boðið að taka þátt og var Heilsustofnun með fulltrúa á málþinginu.
Á málþinginu var lögð áhersla á að kynna hvernig náttúrulegar meðferðir, t.d. vatns- og leirmeðferðir, geti stutt við hefðbunda endurhæfingu gegn afleiðingum COVID-19 sjúkdómsins.
Talið er að um þriðjungur fullorðinna þjáist af svefnleysi einhvern tímann á ævinni og um tíu til fimmtán prósent þrói með sér langvarandi svefnleysi. Hugræn atferlismeðferð (HAM) er árangursrík meðferð við svefnleysi.
Á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði fá sjúklingar líkamlega og sálfélagslega endurhæfingu í dásamlegu umhverfi. Nú njóta þar endurhæfingar margir sem veiktust af COVID-19 í vetur og vor.
„Sarfsemi Heilsustofnunar í dag er nær eingöngu læknisfræðileg endurhæfing,“ segir Birna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.
Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði fagnar 65 ára afmæli á þessu ári. Framundan er mikil uppbygging með nýjum áskorunum. Þórir Haraldsson segir stofnunina byggja á þverfaglegri endurhæfingu en hann tók við stöðu forstjóra Heilsustofnunar í Hveragerði um síðustu mánaðamót.
Gefin var út veglegur fjórblöðungur sem fylgdi Fréttablaðinu nú í vikunni.
Heilsustofnun er lokuð almenningi vegna kórónuveirufaraldursins. Full endurhæfingarstarfsemi er á stofnuninni en aðeins færri í húsi en venja er. Enginn fær að koma inn á stofnunina sem verið hefur erlendis sl 14 daga, í návígi við sýktan einstakling eða með einkenni sem bent geta til COVID-19 og gildir það fyrir dvalargesti og starfsfólk. Stofnunin er alveg lokuð fyrir alla aðra en dvalargesti sem koma til endurhæfingar.