Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Við birtum hér viðtal við forstjóra Heilsustofnunar, Þóri Haraldsson, þann 14. janúar sl. í Morgunblaðinu.

Drög hafa verið lögð að byggingu nýrrar byggingar fyrir meðferðarstarf á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði og er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Er nú unnið að þarfagreiningu og útfærslu á ýmsum hugmyndum sem fyrir liggja. Í dag er meðferðarstarfið, það er læknastofur, sjúkraþjálfun, nuddaðstaða, líkamsrækt og fleira slíkt, í elstu húsum stofnunarinnar, sem reist voru fyrir nærri 70 árum og svara ekki kröfum dagsins í dag, Ráðgert er að reisa um 2.800 fermetra byggingu á tveimur hæðum og sameina faglega endurhæfingu, meðferð og fræðslu í einu húsi. Áætlaður kostnaður við framkvæmdir er 1,5 milljarðar króna.

Evrópsku heilsulindasamtökin, ESPA, héldu málþing í síðustu viku um endurhæfingu sjúklinga sem hafa fengið COVID-19. Fulltrúum frá Þýskalandi, Frakklandi, Slóvakíu og Íslandi var boðið að taka þátt og var Heilsustofnun með fulltrúa á málþinginu.

Á málþinginu var lögð áhersla á að kynna hvernig náttúrulegar meðferðir, t.d. vatns- og leirmeðferðir, geti stutt við hefðbunda endurhæfingu gegn afleiðingum COVID-19 sjúkdómsins.

Talið er að um þriðjungur fullorðinna þjáist af svefnleysi einhvern tímann á ævinni og um tíu til fimmtán prósent þrói með sér langvarandi svefnleysi. Hugræn atferlismeðferð (HAM) er árangursrík meðferð við svefnleysi.

Á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði fá sjúklingar líkamlega og sálfélagslega endurhæfingu í dásamlegu umhverfi. Nú njóta þar endurhæfingar margir sem veiktust af COVID-19 í vetur og vor.

„Sarfsemi Heilsustofnunar í dag er nær eingöngu læknisfræðileg endurhæfing,“ segir Birna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði fagnar 65 ára afmæli á þessu ári. Framundan er mikil uppbygging með nýjum áskorunum. Þórir Haraldsson segir stofnunina byggja á þverfaglegri endurhæfingu en hann tók við stöðu forstjóra Heilsustofnunar í Hveragerði um síðustu mánaðamót.

Gefin var út veglegur fjórblöðungur sem fylgdi Fréttablaðinu nú í vikunni.

PDF af því eintaki má sækja hér.

Heilsustofnun er lokuð almenningi vegna kórónuveirufaraldursins. Full endurhæfingarstarfsemi er á stofnuninni en aðeins færri í húsi en venja er. Enginn fær að koma inn á stofnunina sem verið hefur erlendis sl 14 daga, í návígi við sýktan einstakling eða með einkenni sem bent geta til COVID-19 og gildir það fyrir dvalargesti og starfsfólk. Stofnunin er alveg lokuð fyrir alla aðra en dvalargesti sem koma til endurhæfingar.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar