Heilsustofnun hlýtur verðlaun frá Heilsulindarsamtökum Evrópu
Heilsustofnun vann nýverið til nýsköpunarverðlauna Heilsulindarsamtaka Evrópu (ESPA) vegna námskeiða þar sem gjörhygli/núvitund og streitustjórnun er nýtt, meðal annars í verkjameðferð.
Verðlaunin eru veitt heilsulindum fyrir nýsköpun sem skilar sér í betri upplifun og árangursríkara starfi á öllum sviðum heilbrigðistengdar þjónustu, hvort sem um er að ræða meðferðir, rekstur eða markaðssetningu. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Sopot í Póllandi fimmtudaginn 21.maí 2015.