Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Heilsustofnun vann nýverið til nýsköpunarverðlauna Heilsulindarsamtaka Evrópu (ESPA) vegna námskeiða þar sem gjörhygli/núvitund og streitustjórnun er nýtt, meðal annars í verkjameðferð.
Verðlaunin eru veitt heilsulindum fyrir nýsköpun sem skilar sér í betri upplifun og árangursríkara starfi á öllum sviðum heilbrigðistengdar þjónustu, hvort sem um er að ræða meðferðir, rekstur eða markaðssetningu. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Sopot í Póllandi fimmtudaginn 21.maí 2015.

Fyrir helgi kom út með Morgunblaðinu afmælisblað Heilsustofnunar NLFÍ.
Tilefnið er 60 ára afmæli og í blaðinu eru ýmis viðtöl og greinar úr starfi Heilsustofnunar. 
Þarna má finna mörg skemmtileg viðtöl við starfsmenn, dvalargesti og aðra sem tengjast Heilsustofnun. Einnig eru í blaðinu skemmtilegar myndir úr starfi Heilsustofnunar í gegnum árin.
Í sumar verður haldin vegleg afmælishátíð Heilsustofnunar og er í blaðinu dagskrá hátíðarinnar.

Hér má lesa blaðið í heild sinni:
http://issuu.com/athygliehf/docs/nlfi_blad_2015_120

Heilsustofnun er stolt af niðustöðu könnunarinnar um Stofnun ársins 2015 sem birt var í síðustu viku.
Heilsustofnun varð í 7. sæti af 79 stofnunum í flokknum sem er með 50 starfsmenn eða fleiri og í heild erum við í 30. sæti af 146 stofnunum sem tóku þátt í ár. Höfum sem sagt verið að hækka okkur og við sláum öll fyrri met í liðnum starfsandi sem lýsir samheldni og vinnugleði hjá okkur.

Pípulagningameistari  óskast til starfa við HNLFÍ. Starfshlutfall er 100%, vinnutími er frá 8:00-16:00. Starfið felst í viðhaldi og eftirliti við pípulagnir ásamt öðrum tilfallandi verkefnum á stofnuninni. 

Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður í starfi og þjónustulipur,  kostur ef viðkomandi hefur meirapróf og/eða vinnuvélapróf.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Ragnarsson umsjónarmaður fasteigna í s. 860 6520 

Umsóknir berist til starfsmannastjóra fyrir 22. mars - Aldís Eyjólfsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími 483 0304

Jákvæð, sanngjörn og virkjar sjúkraliða

Sjúkraliðafélag Íslands hefur valið Margréti Grímsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, „Fyrirmyndarstjórnanda ársins 2014.“ Viðurkenningin var afhent við sérstaka athöfn á stofnuninni. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands, flutti ávarp og sagði frá vali félagsins, en þessi viðurkenning var veitt í fyrsta sinn í fyrra. Hann sagði það skipta öllu máli fyrir sjúkraliða að hafa jákvæða stjórnendur.

Á morgun hefst á Heilsustofnun stólajóga fyrir þá sem geta ekki tekið þátt í venjulegu jóga. Þetta er mjúkt og milt form af jóga sem stundað er sitjandi í stól eða standandi.
Margir geta ekki tekið þátt í hefðbundnum jógatímum vegna fötlunar, öldrunar eða ýmis konar andlegra eða líkamlegra veikinda. Oft er stólajóga valið fram yfir venjulegt jóga vegna erfiðleika við að fara niður á dýnu og upp aftur. 

Á dögunum færði Kristín Þorkelsdóttir myndlistarkona okkur þessa fallegu mynd sem ber heitið "“Á Fjallabaksleið - syðri Bláfjallakvísl”.
Myndin var hengd var upp í Hollvinastofu á Heilsustofnun og kemur hún vel út þar.
Ljósmyndin er eftir Hörð Daníelsson (www.gallery13.is) og er þakklætisvottur til okkar hér á Heilsustofnun fyrir góðar stundir og endurhæfingu á árunum 2013 og 2014 á heilsusetri HNLFÍ í Hveragerði með góðri kveðju frá Kristínu og Herði.
Við á Heilsustofnun færum þeim okkar bestu þakkir fyrir þessa glæsilegu mynd.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar