Útgáfuhóf var haldið fimmtudaginn 28. september í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík í tilefni af útgáfu ævisögu Jónasar Kristjánssonar læknis Að deyja frá betri heimi. Það var margt um manninn og m.a. las Pálmi Jónasson rithöfundur bókarinnar upp úr bókinni. Pálmi áritaði einnig eintök af bókinni og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur flutti tölu.

Þess má geta að bókin er komi í sölu hjá Bjarti Veröld 

Öldrunarendurhæfing á Heilsustofnun NLFÍ

Þekkt er að aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast og fer öldruðum fjölgandi og væntanlega mun þessi þróun halda áfram næstu árin og áratugi.
Þótt margir eldist á heilbrigðan hátt þá komumst við ekki hjá aldurstengdum breytingum sem hafa mismikil áhrif á heilsuna okkar. Einnig fjölgar þeim sem eldast ekki eins og best verður á kosið.

Opna Heilsumótið 18. júní á Gufudalsvelli í Hveragerði - Hjóna/parakeppni fyrir 20 ára og eldri.

Leikform: Betri bolti, punktar, betra punkta skorið á holu telur.

Skráning hafin á Golfbox

Verðlaun:

  1. Verðlaun: Heilsudvöl á Heilsustofnun fyrir tvo í fimm nætur
  2. Verðlaun: Heilsudvöl á Heilsustofnun fyrir tvo í tvær nætur
  3. Verðlaun: Heilsudvöl á Heilsustofnun fyrir tvo í tvær nætur

Laus er 100% staða íþróttakennara við Heilsustofnun í Hveragerði. Fjölbreytt og skemmtilegt starf á góðum vinnustað.

Hæfniskröfur:

  • Kennsluréttindi
  • Faglegur metnaður og frumkvæði
  • Góð þjónustulund og færni í samskiptum
  • Góð færni í íslensku

Í gær, 16. febrúar var tilkynnt á hátíð Sameykis að Heilsustofnun NLFÍ hlaut titilinn Stofnun ársins – sjálfseignastofnanir og fyrirtæki í almannaþjónustu.

Könnunin byggir á mati starfsmanna og er um er að ræða mat á innra starfsumhverfi og starfsaðstöðu.