thorir haraldsson portraitÞórir Haraldsson hefur verið ráðinn í stöðu forstjóra Heilsustofnunar í Hveragerði frá 1. nóvember nk.

Þórir er lögfræðingur frá Háskóla Íslands að mennt og hefur víðtæka þekkingu af heilbrigðisþjónustu og fyrirtækjarekstri. Hann hefur á undanförnum árum starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu sem lögmaður og framkvæmdastjóri rekstrar.

Hann var aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 1995 - 2001 og hefur einnig setið í ýmsum stjórnum og nefndum þar á meðal í stjórn Heilsustofnunar um árabil.

Heilsustofnun er lokuð almenningi vegna kórónuveirufaraldursins. Full endurhæfingarstarfsemi er á stofnuninni en aðeins færri í húsi en venja er. Enginn fær að koma inn á stofnunina sem verið hefur erlendis sl 14 daga, í návígi við sýktan einstakling eða með einkenni sem bent geta til COVID-19 og gildir það fyrir dvalargesti og starfsfólk. Stofnunin er alveg lokuð fyrir alla aðra en dvalargesti sem koma til endurhæfingar.

Glæsileg fyrirlestraveisla á netinu með 20 fyrirlestrum um heilsu og heilbrigðismál verður 31.október og 1.nóvember. Margrét Grímsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar mun í sínum fyrirlestri m.a. ræða helstu einkenni streitu, hvernig má þekkja hættumerkin svo hægt sé að grípa inn í og fyrirbyggja veikindi.

Sjálf hefur Margrét reynslu af langvinnri streitu og í þessum persónulega fyrirlestri ræðir hún einnig áhrifaríkar leiðir til þess að takast á við streitu bæði í lífi og starfi.

Nánari upplýsingar á heimasíðu viðburðarins með því að smella hér.

13. apríl 2022

 

Frá og með 1. apríl er grímuskylda lögð niður á Heilsustofnun. Áfram er þeim sem ekki hafa fengið Covid-19, óbólusettum og þeim sem hafa alvarlega undirliggjandi sjúkdóma ráðlagt að bera grímur innanhúss. Áhersla er lögð á persónubundnar sóttvarnir fyrir alla og skylda er að spritta hendur fyrir aðgang að hlaðborði og tækjasal. Einnig þarf að gæta sín á öllum sameiginlegum snertiflötum t.d. hurðarhúnum, dagblöðum og spilum.

Dvalargestir geta nú fengið til sín tvo heimsóknargesti sem einnig mega koma í matsalinn og borða frá og með 14/4, gegn gjaldi.  Áfram er Heilsustofnun að mestu lokuð almenningi og enginn fær að koma hingað inn ef einhver flensulík einkenni eða önnur smitandi veikindi eru til staðar.

Dvalargestir þurfa að láta hjúkrunarvakt strax vita ef þeir veikjast eða finna fyrir einhverjum einkennum sem gætu verið Covid-19. Viðkomandi fer þá strax í hraðpróf hjá okkur. Dvalargestir með smitandi veikindi mega ekki taka þátt í neinum tímum og stendur til boða að fara heim á meðan veikindin ganga yfir eða fresta dvöl.

Með von um árangursríka endurhæfingardvöl.

Framkvæmdastjórn Heilsustofnunar