Ólöf Waltersdóttir, deildarstjóri læknadeildar, segir það mikilvægt að skipta um umhverfi fyrir endurhæfingu. Ólöf hefur starfað á Heilsustofnun í 30 ár, þekkir starfsemina mjög vel og hittir alla dvalargesti.

„Þegar ég byrjaði voru eldri dvalargestir í meirihluta, en meðalaldur hefur lækkað verulega á síðustu árum,“ segir Ólöf. „Samhliða því hafa meðferðirnar breyst og okkar frábæra fagfólk er duglegt að sníða þær að þörfum einstaklinga.

Við birtum hér viðtal við forstjóra Heilsustofnunar, Þóri Haraldsson, þann 14. janúar sl. í Morgunblaðinu.

Drög hafa verið lögð að byggingu nýrrar byggingar fyrir meðferðarstarf á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði og er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Er nú unnið að þarfagreiningu og útfærslu á ýmsum hugmyndum sem fyrir liggja. Í dag er meðferðarstarfið, það er læknastofur, sjúkraþjálfun, nuddaðstaða, líkamsrækt og fleira slíkt, í elstu húsum stofnunarinnar, sem reist voru fyrir nærri 70 árum og svara ekki kröfum dagsins í dag, Ráðgert er að reisa um 2.800 fermetra byggingu á tveimur hæðum og sameina faglega endurhæfingu, meðferð og fræðslu í einu húsi. Áætlaður kostnaður við framkvæmdir er 1,5 milljarðar króna.

COVID hefur gjörbreytt hópnum sem glímir við streitu, fólk sem var í kulnun fékk hlé og aðrir lentu í vanda. Á Heilsustofnun fær þetta fólk að einblína á batann.

Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, segir mjög breiðan aldurshóp koma til dvalar á Heilsustofnun og að hópur dvalargesta sé sífellt að yngjast. Þangað komi fólk í endurhæfingu meðal annars vegna langvinnra verkja, offituog efnaskiptasjúkdóma, streitu, kulnunar og geðrænna vandamála eins og kvíða og þunglyndis.

Þorsteinn Hallgrímsson er einn af þeim sem hafa greinst með COVID-19 sjúkdóminn. Síðan þá hefur hann glímt við alvarleg eftirköst.

Ég greindist í lok mars. Inga konan mín og 19 ára sonur okkar greindust á svipuðum tíma. Hann jafnaði sig fljótt og Inga hefur endurheimt um 80-90% af heilsu. Sjálfur var ég ekki svo heppinn.“ Einkenni Þorsteins voru ódæmigerð sem varð til þess að hann greindist seinna. „Ég þjáðist af magakrampa og hélt engu niðri. Kona mín minntist á þetta í eftirlitssamtali og eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði mig var ég lagður inn og loks greindur.“