Ársskýrsla
Mikil uppbygging er framundan hjá Heilsustofnun sem miðar bæði að því að endurnýja og bæta aðstöðu Heilsustofnunar, koma starfsemi stofnunarinnar nær uppruna sínum og að hjálpa fólki að bera ábyrgð á eigin heilsu. Undirbúningur fyrir uppbyggingu er þegar hafinn og gert er ráð fyrir að uppbyggingu ljúki 2026. Áætluð uppbygging skiptist í fjóra meginliði:
Sjálfbærni verður höfð að leiðarljósi í verkefninu og endurspeglast það m.a. í umhverfisvottun bygginga og sjálfbærum lausnum. Áætlað er að fyrstu framkvæmdir hefjist fyrir lok árs 2021.
Nýtt íbúðahverfi verður hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Samfélagið mun byggja á áratuga reynslu Heilsustofnunar í heildrænum lækningum, sem og reynslu við uppbyggingu og þjónustu við núverandi íbúðabyggð við Lækjarbrún. Áætlanir gera ráð fyrir 84 íbúðum á suðurhluta lóðar Heilsustofnunar með íbúðastærðir á bilinu 80m2 til 140m2. Kaupum á íbúðum í samfélaginu mun fylgja einstakur þjónustupakki sem er til þess fallinn að hvetja fólk til að bera ábyrgð á eigin heilsu. Enn er verið að þróa þjónustuna sem mun innifela aðgang að aðstöðu Heilsustofnunar, hóptímum og fyrirlestrum ásamt árlegri heilsufarsskoðun og annarri sérfræðiþjónustu. Heilsárs gönguleiðir, samkomusalur og aðgengi að hollum og næringarríkum mat er hluti af þjónustunni sem m.a. er ætlað að auka félagslega virkni meðal íbúa. Samfélagið verður einnig steinsnar frá allri helstu þjónustu í Hveragerði og einungis í um 40 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Unnið er að skipulagsmálum í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld í Hveragerði.
Deiliskipulag fyrir samfélagið er nú í kynningu hjá Hveragerðisbæ (sjá nánar hér). Áætlað er að framkvæmdir hefjist fyrir lok árs 2021, með fyrirvara um samþykki deiliskipulags. Áhugasamir kaupendur geta átt von á frekari upplýsingum á heimasíðu Heilsustofnunar í haust.
Byggt verður nýtt meðferðahús og húsnæði Heilsustofnunar verður endurnýjað. Gestaherbergjum við stofnunina verður einnig fjölgað um nærri 40%. Hönnun á nýja húsnæðinu mun sækja innblástur í ána Varmá sem líður meðfram svæðinu sem og mjúkar línur í landslaginu í kringum stofnunina. Framkvæmdir verða í áföngum til að lágmarka áhrif á starfsemi Heilsustofnunar sem verður opin meðan á framkvæmdum stendur. Nýtt meðferðahús verður miðpunktur fyrir alla starfsemi Heilsustofnunar þ.m.t. fyrir heilsusamfélagið og fyrirbyggjandi starfsemi Heilsustofnunar. Undirbúningur vegna framkvæmda við nýtt meðferðahús er hafinn og áætlað er að framkvæmdir hefjist 2022.
Unnið er að undirbúningi þess að reisa heilsudvalarstað við hlið Heilsustofnunar með u.þ.b. 100 herbergjum og stórri heilsulind. Boðið verður upp á einstaklingsmiðaða þjónustu sem byggir á reynslu Heilsustofnunar. Þar að auki geta gestir fengið aðgang að viðbótarþjónustu á Heilsustofnun. Staðsetning heilsudvalarstaðarins mun gera gestum kleift að heimsækja perlur Suðurlands og njóta náttúru- og menningarlífs á svæðinu. Hönnun á dvalarstaðnum er enn á frumstigi en áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2025.
Hluti verkefnisins felur í sér að þróa áfram fyrirbyggjandi starfsemi Heilsustofnunar sem byggir m.a. á fræðslustarfi, námskeiðahaldi, ráðgjöf og fræðslu um leiðir til að bæta eigin heilsu. Þessi þróun er þegar hafin, en gert er ráð fyrir að nýjar þjónustulínur verði kynntar í náinni framtíð. Þar sem fyrirbyggjandi þjónusta er mikið til veitt á Heilsustofnun er ekki gert ráð fyrir nýjum byggingum í tengslum við þennan lið uppbyggingarinnar.
Nánari upplýsingar um verkefnið (á myndbandsformi) má sjá hér fyrir neðan.
Jafnlaunastefna Heilsustofnunar nær til alls starfsfólks og felur í sér að jafnrétti gildir við ákvörðun launa. Með því er átt við að laun séu ákveðin óháð kyni eða kynvitund. Starfsfólk skal njóta jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Heilsustofnun skuldbindur sig til að:
Samþykkt af framkvæmdastjórn í janúar 2022
Heimild til notkunar á jafnlaunamerki
Reglugerð 1030-2017 ásamt reglum um notkun jafnlaunamerkis í fylgiskjali
Jafnréttisstefna Heilsustofnunar byggir á jafnréttislögum nr. 150/2020 sem er ætlað að tryggja jafna stöðu kvenna, karla og fólks með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá.
Framkvæmdastjórn og mannauðsstjóri eru ábyrgðaraðilar. Stefnan er aðgengileg almenningi og á innra neti og gildir frá 2022-2025 Markmið Að jafnréttisstefnan sé virk og virt af öllu starfsfólki. Gildi stofnunarinnar, umhyggja, virðing og velferð eru leiðarljós í öllum okkar samskiptum og störfum. Starfsfólk ber sameiginlega ábyrgð á að virða jafnrétti kynjanna.
Lesa má Jafnréttisstefnu Heilsustofnunar nánar hér
VILTU VERA HOLLVINUR - SKRÁNING HÉR
Helstu markmið Hollvinasamtakanna
Vettvangur Hollvinasamtakanna er allt landið með fundaaðstöðu á skrifstofum Heilsustofnunar í Hveragerði og Náttúrulækningafélags Íslands í Reykjavík.
Við hvetjum alla þá sem vilja gerast félagar að skrá sig HÉR. Árgjald í samtökin er einungis 3.500 kr.
Bankaupplýsingar: 0325-26-1122 - kt.700805-2040
Heimasíða Hollvinasamtakanna
Facebooksíða Hollvinasamtakanna
Stjórn Hollvinasamtaka Heilsustofnunar NLFÍ
Vararmenn
Skoðunarmenn:
Jónas Kristjánsson, læknir (1870-1960) var einn helsti hvatamaðurinn að stofnun Náttúrulækningafélags Íslands. Að hans frumkvæði tók Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði til starfa þann 24.júlí 1955.
ÆVI OG STARF - FRUMKVÖÐULLINN
Jónas Kristjánsson, læknir, fæddist að Snæringsstöðum í Svínadal í Húnavatnssýslu þann 20. september 1870 og lést á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði þann 3. apríl 1960.
Jónas varð fyrir þeirri miklu sorg að missa móður sína þegar hann var barn að aldri og hét hann þá föður sínum því að hann skyldi verða læknir og mætti það verða til þess að sem fæst börn misstu móður sína á unga aldri. Með dugnaði og þrautseigju lauk hann ætlunarverki sínu með aðstoð ættingja og vina. Öll ævi Jónasar bar merki þess eldmóðs sem með honum bjó. Eiginkona Jónasar var Hansína Benediktsdóttir frá Grenjaðarstað, en þau Jónas voru bræðrabörn.
Læknishjónin settust fyrst að á Austurlandi og bjuggu lengst af að Brekku í Fljótsdal. Jónas ávann sér fljótt virðingu og hylli fyrir störf sín, en hann var talinn einhver fremsti skurðlæknir sinnar samtíðar. Jónas var skipaður héraðslæknir á Sauðárkróki árið 1911 og var hann mjög vel af honum látið af samferðarfólki og minnast margir fullorðnir íbúar Sauðárkróks hans með hlýju og virðingu. Honum voru öll framfaramál mjög hugleikin og lagði hann víða hönd á plóg til góðra verka. Þá sat hann á Alþingi um skeið.
Jónas kom víða við, hann átti þátt í því að vatnsveita var lögð til Sauðárkróks, hann var einn af stofnendum Framfarafélags Sauðárkróks og forseti þess meðan hans naut við, hann stóð að stofnun skátafélagsins Andvara 1922 og stofnaði Tóbaksbindindisfélag Sauðárkróks 1929 og var því frumkvöðull í tóbaksvörnum hér á landi, eins og í svo mörgum öðrum málum. Mesta afrek Jónasar á þessum árum var þó framganga hans í því að koma á samgöngubanni yfir Holtavörðuheiði þegar spænska veikin barst til landsins. Með þessari aðgerð var fjölda mannslífa bjargað bæði austanlands og norðan. Jónas lét af embætti héraðslæknis 1938 og fluttust þau hjónin þá til Reykjavíkur, en börn þeirra fjögur voru þá öll uppkomin og flutt að heiman. Því hefur verið haldið fram að hið eiginlega ævistarf Jónasar hafi fyrst hafist eftir að hann lauk störfum sem embættismaður tæplega sjötugur að aldri og fluttist suður. Síðustu 20 ár ævinnar vann hann að því að kynna náttúrulækningastefnuna, sem hann hafði heillast af á ferðum sínum erlendis, en stefnunni kom hann fyrst á framfæri á fundi Framfarafélags Sauðárkróks 1923. Jónas stóð að stofnun Náttúrulækningafélags Íslands á Sauðárkróki 5. júlí 1937.
Jónas var langt á undan sinni samtíð og barðist fyrir heilbrigðum lífsháttum landsmanna. Heilsustofnun er uppskera baráttu þessa mikla atorku- og hugsjónamanns, en draumur hans rættist þegar Heilsustofnun var formlega opnuð 1955. Jónas lagði sitt lóð á vogarskálarnar í því skyni að gera fólki ljóst, að heilsuna beri að virða og öllum sé skylt að líta í eigin barm og tileinka sér einkunnarorð Náttúrulækningafélags Íslands: „BERUM ÁBYRGÐ Á EIGIN HEILSU”
MINNINGARHERBERGI JÓNASAR KRISTJÁNSSONAR LÆKNIS
Jónas bjó síðustu ár ævinnar á Heilsustofnun og hefur minningarherbergi hans staðið óbreytt frá því að Jónas lést þann 3.apríl 1960. Í minningarherberginu gefur að líta fjöldann allan af fræðiritum, myndum, lækningaáhöldum og persónulegir munum sem fylgdu Jónasi. Herbergið er opið fyrir gesti Heilsustofnunar á föstudögum frá kl.15 til 15:30 eða eftir samkomulagi.
FRÆÐASETUR JÓNASAR KRISTJÁNSSONAR
Árið 1995 setti Heilsustofnun fræðasetur á laggirnar í minningu Jónasar Kristjánssonar læknis.
Dvöl fyrir fræðimenn í íbúð
Heilsustofnun hefur á síðustu árum boðið upp á dvöl fyrir fræðimenn sem vilja vinna að sínum hugðarefnum í ró og næði í góðri aðstöðu. Boðið er upp á dvöl í allt að 4 vikur og þar af tvær vikur án kostnaðar. Miðað er við að 3-4 einstaklingar geti nýtt sér dvöl á hverju ári.
Umsóknir og skilyrði
Umsókn um dvöl má senda til Heilsustofnunar í netfangið
Mótframlag vegna dvalar er að viðkomandi haldi fræðsluerindi um verkefnið fyrir starfsfólk og/eða dvalargesti,
Einnig hentar að halda kvöldvöku eða skemmtun, allt eftir því hvað á við hverju sinni.
Umsóknir eru lagðar fyrir framkvæmdastjóra lækninga til samþykktar.
Einnig má hafa samband við markaðsstjóra Heilsustofnunar í síma 4830300 til að fá nánari upplýsingar.
Hvað er innifalið og lýsing á íbúðinni
Innifalið í dvöl er gisting, fullt fæði, aðgangur að baðhúsi, líkamsrækt, skipulagðri göngu og ýmsum opnum fræðslutímum. Íbúðin er rúmgóð, og skiptist í svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi með sturtu.
Íbúðin er þrifin einu sinni í viku og einu sinni í viku er skipt um rúmföt og handklæði, eða eftir samkomulagi.
Í íbúðinni er sjónvarp og skrifborð.
Verð
Tvær vikur Frítt
Þrjár vikur 35.000 kr.
Fjórar vikur 70.000 kr.
Verð fyrir maka eða gest er 12.000 kr. á sólarhring. Innifalið er gisting, fullt fæði, aðgangur að baðhúsi, líkamsrækt, skipulagðri göngu og ýmsum opnum fræðslutímum.
Hér má nálgast vinnureglur lækna, beiðnir og þjónustusamning við SÍ (Sjúkratryggingar Íslands).