Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Námskeiði er lokið.

 

Dagsetningar fyrir næstu námskeið hjá Rósu Richter sálfræðingi og listmeðferðarfræðingi eru í vinnslu

Námskeiðið hentar þér: ef þú hefur endurtekið reynt að breyta óæskilegri hegðun eða mynstri en hefur svo dottið í sama farið aftur og aftur. Með hjálp listarinnar og EMDR meðferð munum við hefja mikilvæga úrvinnslu á því sem liggur á bak við vandann og byggja upp nýja von og framtíðarsýn.

Ritmennskunámskeið - að skrifa sig úr skugganum í ljósið 

þessu námskeiði er frestað

5 daga námskeið frá sunnudegi til föstudags

Næsta námskeið er um páskana 2020, frá föstudegi til mánudags, 10.-13.apríl.

Námskeið frá miðvikudegi til sunnudags, Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur leiðir þátttakendur í að losa sig frá erfiðum tilfinningum með skapandi skriflegri tjáningu.

Tökum stjórnina - streita og kulnun

Næsta námskeið er 22.-27.mars 2020 - þessu námskeiði er frestað

5 daga námskeið frá sunnudegi til föstudags

  • Ertu að upplifa kulnun í lífi eða starfi?
  • Er þráðurinn stuttur og neistinn farinn?
  • Ertu með stöðuga kvíðatilfinningu?
  • Langar þig að ná aftur tökum á eigin lífi?

Þetta námskeið er fyrir einstaklinga semupplifa sig á barmi kulnunar í lífi og/eða starfi. Á námskeiðinu skoða þátttakendur hverjir eru þeirra helstu streituvaldar og streitueinkenni. Samspil sjálfsmyndar,meðvirkni og streitu er skoðað og kenndar leiðir til að takast á við streitu í eigin lífi.

Núvitund - 8 vikur - 19.febrúar 2020

Næsta námskeið hefst 19. febrúar 2020 

Þetta námskeið er ekki fyrir inniliggjandi dvalargesti.

Námskeið í núvitund við verkjum, kvíða, þunglyndi og streitu. Námskeiðið tengir saman núvitund og hugræna atferlismeðferð.

Unnið er í lokuðum hópum 12-16 einstaklinga. Kennt er í átta skipti, einu sinni í viku í tvo tíma í senn. Þátttakendur þurfa að gera ráð fyrir daglegum heimaæfingum á milli tímanna.

Kennt er á miðvikudögum kl. 15:30 - 17:30.  - Þögull laugardagur verður 21. mars

Heilsuhelgi með Geir Gunnari Markússyni næringarfræðingi

29. nóvember - 1. desember eða 6.-8. desember- Námskeiði er lokið

Hressandi en um leið afslappað námskeið í umhverfi Heilsustofnunar

Frábært tækifæri til þess að njóta lífsins og setja heilsuna í forgang.

Geir Gunnar mun kenna þátttakendum að:

  • bera ábyrgð á eigin heilsu
  • leggja áherslu á holla næringu og reglulegar máltíðir
  • gæta að góðri meltingu
  • gera hreyfingu að daglegri venju
  • setja svefninn í forgang
  • styrkja sig andlega
  • setja sér skýr heilsumarkmið
  • tileinka sér einfaldar reglur í heilsusamlegum lífsstíl

Myndsköpun

Næsta námskeið - dagsetning í vinnslu

Námskeið í myndsköpun er byggð á sálfræðikenningum C.G. Jungs.

Leiðbeinandi er Gréta Berg hjúkrunarfræðingur og myndlistarkona. Námskeiðið er haldið á laugardegi frá kl.9-15 og sunnudegi frá kl.10-12

Verð fyrir dvalargesti er 8.000 kr. og verð fyrir utanaðkomandi er 16.000 kr. og með gistingu 20.000 kr.

Komdu með - betra líf allan ársins hring

7 daga heilsunámskeið dagana 14.-21. janúar 2018 - ATHUGIÐ AÐ NÁMSKEIÐI ER LOKIÐ

Hressandi sjálfstyrkingarnámskeið fyrir þá sem vilja koma sér af stað, setja sér markmið varðandi hreyfingu og mataræði og huga að andlegri líðan.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar