Heilsustofnun NLFÍ er Stofnun ársins 2021 í sínum flokki
Í gær var tilkynnt að Heilsustofnun er stofnun ársins í könnun Sameykis.
Heilsustofnun var efst í stærsta flokknum; Ríkisstofnanir og sjálfseignarstofnanir með 90 starfsmenn eða fleiri með 4,32 í einkunn.
Þessi niðurstaða er afskaplega ánægjuleg fyrir okkur öll, - þetta er niðurstaða úr könnun meðal allra starfsmanna – þetta er ykkar sigur og mjög ánægjulegur fyrir okkur öll.