Þau Helga Björg Antonsdóttir, Hrönn Óskarsdóttir, Jón Ingi Björnsson, Sigrún Buithy Jónsdóttir og Tómas Gunnar Viðarsson eru í meistaranámi í Markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Eitt af verkefnum þeirra í námskeiðinu, Stefnumiðuð markaðsfærsla er að skoða ímynd Heilsustofnunar í Hveragerði og áhuga fólks á heilsudvöl og námskeiðum á Heilsustofnun. 

Vinsamlega smellið á þennan link til að taka þátt - http://heilsustofnun.questionpro.com/

Sigrún Vala Björnsdóttir varði doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum föstudaginn 3. febrúar 2017.

Ritgerðin ber heitið: Þrálátir stoðkerfisverkir – Algengi, áhrif og þverfræðileg úrræði á Íslandi. Chronic Musculoskeletal Pain – Prevalence, impact and multidisciplinary treatment in Iceland.

Andmælendur: dr. Dave Walton, dósent í sjúkraþjálfun við Western University í Kanada, og dr. Ragnheiður Harpa Arnardóttir, dósent við Háskólann á Akureyri.
Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Grasaferð í þágu Heilsustofnunar NLFÍ

Fimmtudaginn 7. júlí n.k. verður farin grasaferð til að safna jurtum fyrir heilsute Heilsustofnunar. Grasaferðin verður í göngufæri við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

Leiðbeinandi er garðyrkjustjóri Heilsustofnunar, Jónas V. Grétarsson.

Námskeið fyrir bændur og annað áhugafólk um lífræna aðlögun, framleiðslureglur, leiðbeiningar, eftirlit, vottun, aðlögunarstuðning, vinnslu og markaðssetningu lífrænna afurða.

  • Reykjavík, föstudaginn 6. maí 2016, kl. 11.00-16.00, Þarabakka 3 (3.h.), 109
  • Reykjavík (í Mjóddinni; næg bílastæði t.d. nærri Breiðholtskirkju).
  • Námskeiðsgjald er kr. 20.000. Innifalið í námskeiðinu er prentað fræðsluefni, allar glærur og eintak af Reglum Túns um lífræna framleiðslu, auk veitinga.

Tilkynningar um þátttöku skal senda á tun@tun.is fyrir kl. 12.00 fimmtudaginn 5. maí.

Nánari upplýsingar veita Ólafur Dýrmundsson (oldyrm@gmail.com) og Gunnar Á. Gunnarsson (s. 511 1330 & 820 4130).

Lífræna akademían er samstarfsvettvangur þriggja fag- og hagsmunaaðila á sviði lífrænnar framleiðslu:

Bændasamtök Íslands, Verndun og ræktun og VOR Vottunarstofan Tún ehf.