Laus störf í sumar 2022 hjá Heilsustofnun
Heilsustofnun óskar eftir að ráða í sumar starfsfólk við aðstoð á hjúkrun, ræstingu og heilbrigðisgagnafræðing.
Heilsustofnun óskar eftir að ráða í sumar starfsfólk við aðstoð á hjúkrun, ræstingu og heilbrigðisgagnafræðing.
Í gær var tilkynnt að Heilsustofnun er stofnun ársins í könnun Sameykis.
Heilsustofnun var efst í stærsta flokknum; Ríkisstofnanir og sjálfseignarstofnanir með 90 starfsmenn eða fleiri með 4,32 í einkunn.
Þessi niðurstaða er afskaplega ánægjuleg fyrir okkur öll, - þetta er niðurstaða úr könnun meðal allra starfsmanna – þetta er ykkar sigur og mjög ánægjulegur fyrir okkur öll.
Náttúrulækningafélag Íslands hefur um árabil leitað leiða til að bæta húsakost Heilsustofnunar og skjóta styrkari stoðum undir rekstur hennar. Bygging íbúða á landi Heilsustofnunar fyrir einstaklinga sem vilja njóta öryggis og þjónustu Heilsustofnunar er einstakt tækifæri fyrir þá sem setja góða heilsu og vellíðan í öndvegi og mun einnig efla starfsemi Heilsustofnunar.
Allur afrakstur af byggingu og sölu á íbúðum við Lindarbrún mun renna til að endurnýja meðferðaraðstöðu og bæta aðra aðstöðu Heilsustofnunar og hið sama á við um aðra uppbyggingu á lóðinni í framtíðinni, svo sem bygging fleiri íbúða, fjölgun gistirýma á Heilsustofnun og möguleg uppbygging á heilsudvalarstað.
Framkvæmdir hefjast á næstu vikum og upplýsingar um verkefnið má finna á vefslóðinni https://www.lindarbrun.is
Nemendur við Háskólann í Reykjavík munu njóta góðs af sérþekkingu starfsfólks Heilsustofnunar NLFÍ í námi, geta sótt þangað starfsþjálfun og stundað rannsóknir, samkvæmt nýjum samningi sem undirritaður var í dag af Ragnhildi Helgadóttur, rektor og Þóri Haraldssyni, forstjóra Heilsustofnunar NLFÍ.
Föstudaginn 3. september 2021 birtist grein um árangursríka endurhæfingu á Heilsustofnun í Fréttablaðinu og viljum við því birta hana hér.
Einstaklingsmiðuð endurhæfing og faglega viðurkenndir mælikvarðar einkenna starfsemi Heilsustofnunar. Þangað koma um 1.350 einstaklingar árlega.
Á Heilsustofnun í Hveragerði koma um 1.350 einstaklingar á ári hverju í endurhæfingu og er dvalartími fjórar vikur. Beiðni frá lækni er skilyrði fyrir dvöl og eru mismunandi meðferðarlínur eftir eðli vandamáls hvers og eins, segja þær Steina Ólafsdóttir yfirsjúkraþjálfari og Halldóra Sigurðardóttir sjúkraþjálfari hjá Heilsustofnun.