Evrópsku Heilsulindasamtökin ESPA hafa veitt Heilsustofnun í Hveragerði viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf í Hveragerði á Íslandi. Viðurkenningin var veitt við við hátíðlega athöfn á aðalfundi samtakanna í Haapsalu í Eistlandi 9. október. Í viðurkenningarskjalinu segir að Heilsustofnun fái þessa viðurkenningu fyrir framúrskarandi gæði og árangur við endurhæfingu, nýsköpun í vatnsmeðferð og staðfestu í heilbrigðisþjónustu í 70 ár.

Námskeið 5.-9. nóvember – frá miðvikudegi til sunnudags - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Leiðir til jafnvægis

Markmið námskeiðsins er finna og efla eigin styrk til að takast á við og vinna úr einkennum áfalla
og langvinnrar streitu.
Unnið er með taugakerfið með fræðslu, hugleiðslu, jóga nidra djúpslökun, áfallajóga, náttúrugöngu í núvitund, slökun í
vatni og samtali.

Laust starf í ræstingu

Við óskum eftir að ráða í 100% starf í ræstingu á Heilsustofnun
Vinnutími er frá 08:00-15:00 og unnið er aðra hvora helgi

- Laun eru skv. kjara- og stofnanasamningi við Eflingu
- Viðkomandi þarf að vera stundvís og áreiðanlegur, með góða hæfni í mannlegum samskiptum og tala góða íslensku

Nánari upplýsingar veitir Aldís Eyjólfsdóttir mannauðsstjóri,
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími 483 0300.