Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Sunnudaginn 28. júní var haldin afmælishátíð í tilefni 60 ára afmæli Heilsustofnunar. Um 700 manns heimsóttu "Heilsuhælið" og við skulum öll muna að við Berum ábyrgð á eigin heilsu. 

Við þökkum öllum fyrir frábæran dag saman og smellum hér inn myndum sem teknar voru af tilefninu.

Erna Indriðadóttir skrifar hér um líf og starf Jónasar, sögu hans og stofnun Heilsustofnunar NLFÍ. Fyrirsögnin ber heitið "Hundrað árum á undan sinni samtíð".

Hér er rakin saga Heilsustofnunar allt frá því að að Jónas Kristjánsson stofnaði hæli Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði fyrir 60 árum og trúði því að hreyfing og hollt mataræði væru undirstaða betra lífs. Við þökkum Ernu fyrir góða grein og þá athygli á okkar starfi. Greinin birtist á vefnum Lifðu núna og má lesa um hana hér. Lesa greinina.

Í dag, 24. júli tók Heilsustofnun NLFÍ til starfa árið 1955. Jónas Kristjánsson læknir, sem var einn af brautryðjendum náttúrulækningastefnunnar á Íslandi, hafði forystu um undirbúning og uppbyggingu Heilsuhælis NLFÍ, eins og stofnunin hét þá. Fljótlega eftir opnun 1955 var hægt að taka á móti 40 gestum, en starfsemi stofnunarinnar hefur aukist og húsakostur stækkað hægt og sígandi og nú koma meira en 2000 manns árlega til dvalar á Heilsustofnun. Við fögnuðum á eftirminnilegan hátt með öllum þeim sem hugsuðu til okkar og sóttu okkur heim á afmælishátíðinni 28. júní sl.

Til hamingju öll með þennan frábæra dag. Við erum stolt af okkar starfi og hvetjum áfram alla að bera ábyrgð á eigin heilsu. 

 

10 manna hópur frá Heilsustofnun sem mun taka þátt í WOW Cyclothon keppni sem verður haldin 23. - 26. júní nk. og mun hópurinn mun hjóla hringinn í kringum landið og er tilgangurinn að vekja athygli á starfsemi okkar í Hveragerði auk þess sem safnað er áheitum fyrir gott málefni (Geðsvið Landspítala). 

Sunnudaginn 28. júní 2015 verður haldin afmælishátíð í tilefni 60 ára afmælis Heilsustofnunar NLFÍ að Grænumörk 10 í Hveragerði. Fjölbreytt dagskrá kl. 13:00 - 17:00. 

Frítt verður í sund og opið í Minningarherbergi Jónasar Kristjánssonar læknis. Heimsókn í leirböðin, grænmetismarkaður og myndlistarsýning í Kringlu.

Heilsustofnun vann nýverið til nýsköpunarverðlauna Heilsulindarsamtaka Evrópu (ESPA) vegna námskeiða þar sem gjörhygli/núvitund og streitustjórnun er nýtt, meðal annars í verkjameðferð.
Verðlaunin eru veitt heilsulindum fyrir nýsköpun sem skilar sér í betri upplifun og árangursríkara starfi á öllum sviðum heilbrigðistengdar þjónustu, hvort sem um er að ræða meðferðir, rekstur eða markaðssetningu. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Sopot í Póllandi fimmtudaginn 21.maí 2015.

Fyrir helgi kom út með Morgunblaðinu afmælisblað Heilsustofnunar NLFÍ.
Tilefnið er 60 ára afmæli og í blaðinu eru ýmis viðtöl og greinar úr starfi Heilsustofnunar. 
Þarna má finna mörg skemmtileg viðtöl við starfsmenn, dvalargesti og aðra sem tengjast Heilsustofnun. Einnig eru í blaðinu skemmtilegar myndir úr starfi Heilsustofnunar í gegnum árin.
Í sumar verður haldin vegleg afmælishátíð Heilsustofnunar og er í blaðinu dagskrá hátíðarinnar.

Hér má lesa blaðið í heild sinni:
http://issuu.com/athygliehf/docs/nlfi_blad_2015_120

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar