Í dag, 24. júli tók Heilsustofnun NLFÍ til starfa árið 1955. Jónas Kristjánsson læknir, sem var einn af brautryðjendum náttúrulækningastefnunnar á Íslandi, hafði forystu um undirbúning og uppbyggingu Heilsuhælis NLFÍ, eins og stofnunin hét þá. Fljótlega eftir opnun 1955 var hægt að taka á móti 40 gestum, en starfsemi stofnunarinnar hefur aukist og húsakostur stækkað hægt og sígandi og nú koma meira en 2000 manns árlega til dvalar á Heilsustofnun. Við fögnuðum á eftirminnilegan hátt með öllum þeim sem hugsuðu til okkar og sóttu okkur heim á afmælishátíðinni 28. júní sl.
Til hamingju öll með þennan frábæra dag. Við erum stolt af okkar starfi og hvetjum áfram alla að bera ábyrgð á eigin heilsu.